
Óskaskrín koma í sex verðflokkum, frá 5.900 kr. og upp í 39.900 kr. Hægt er að gefa þau í sér merktum gjafaöskjum með persónulegri kveðju og vörumerki fyrirtækisins. „Við bjóðum svo líka upp á að gefa gjöfina eingöngu rafrænt í gegnum textaskilaboð þar sem hver starfsmaður fær skilaboð með persónulegri kveðju og vörumerki fyrirtækisins á rafræna kortinu.“

Hún bendir á að Óskaskrín hafi það fram yfir flest önnur gjafabréf að hægt er að velja milli margra ólíkra og fjölbreyttra upplifana í sama gjafabréfinu. „Viltu gista á hóteli? Viltu fara út að borða? Hvað með dekur eða flúðasiglingu? Það er svo ótrúlega margt í boði svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“
Almennu Óskaskrínin eru flest mjög vinsæl að sögn Hrannar. „Það eru Bröns fyrir tvo, Gourmet, Glaðningur, Dekurstund, Lúxus bröns og Rómantík.Bröns fyrir tvo stendur þó alltaf upp úr og er langvinsælast.“
Núna fyrir jólin voru svo kynnt til sögunnar ný tegund af Óskaskrínum sem eru eingöngu seld rafrænt á heimasíðunni. „Þetta eru fjórar tegundir af skrínum sem er á frábæru verði og geta hentað vel í t.d. barna- og unglingaafmæli, sem jólagjöf eða tækifærisgjöf. Þau heita þeim skemmtilegu nöfnum Pizza Pizza, Ís-fjör, Kaffi & kruðerí og Skál!“

Þótt jólin séu á næsta leyti og mörg fyrirtæki og stofnanir séu að undirbúa jólagjafir fyrir starfsfólkið sitt ítrekar Hrönn að Óskaskrín sé mög vinsæl gjafavara allt árið um kring og sé um leið gjöf sem henti nánast öllu fólki. „Við erum með Óskaskrín á mjög breiðu verðbili og með ólíkum áherslum svo þetta hentar við öll tilefni, stór og smá. Fyrirtæki og stofnanir nota Óskaskrín líka mikið sem gjafir til starfsmanna, gjafir til viðskiptavina og sem þakklætisvott við hin ýmsu tilefni svo þetta á alltaf við.“
Nánari upplýsingar á oskaskrin.is.
