Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 07:55 Lögregla hafði þegar handtekið nokkurn fjölda á Dam-torgi í aðdraganda leiksins. AP Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira