Enginn bandarískur hermaður er sagður hafa særst í árásunum en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um þær.
Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru um níu hundruð bandarískir hermenn í Sýrlandi. Þeir eru þar að aðstoða heimamenn í austurhluta Sýrlands, og þá aðallega sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í SDF, við að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins.
Bandaríkjamenn gerðu í febrúar umfangsmiklar árásir á vígahópa í Sýrlandi, sem tengjast Íran, eftir að þrír bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu.
Sjá einnig: Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings
Bandaríkjamenn hafa ekki veitt upplýsingar um hvar þeir gerðu loftárásir.
— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 11, 2024
Frá því Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina í október í fyrra hafa vígahópar tengdir Íran gert ítrekaðar árásir á bandaríska hermenn í Sýrlandi og í Írak.