Handbolti

Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rut Jónsdóttir er í EM-hópnum.
Rut Jónsdóttir er í EM-hópnum. vísir/bára

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt hvaða átján leikmenn keppa fyrir hönd þess á EM.

Dana Björg Guðmundsdóttir, hornamaður Volda í Noregi, er í hópnum en hún lék sína fyrstu landsleiki þegar Ísland vann Pólland í tvígang í síðasta mánuði.

Rut Jónsdóttir er í hópnum en hún lék með Íslandi á EM 2010 og 2012. Sandra Erlingsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýbyrjuð að spila eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í sumar.

Íslenski hópurinn

Markverðir:

  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Aarhus Håndbold (63 leikir/2 mörk)
  • Hafdís Renötudóttir, Valur (62/4)

Aðrir leikmenn:

  • Andrea Jakobsen, HSG Blomberg-Lippe (56/89)
  • Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (28/6)
  • Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (2/3)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (56/74)
  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (16/45)
  • Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (23/49)
  • Elísa Elíasdóttir, Valur (17/15)
  • Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Kristianstad HK (19/11)
  • Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (4/10)
  • Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (21/7)

  • Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (51/109)
  • Rut Jónsdóttir, Haukar (117/244)
  • Steinunn Björnsdóttir, Fram (51/72)
  • Sunna Jónsdóttir, ÍBV (94/66)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (82/178)
  • Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (140/405)

Ísland er í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu á EM. Riðill Íslendinga verður leikinn í Innsbruck í Austurríki. Tvö efstu liðin komast áfram í milliriðla.

Fyrsti leikur Íslendinga er gegn Hollendingum 29. nóvember, annar leikurinn gegn Úkraínumönnum 1. desember og sá þriðji og síðasti gegn Þjóðverjum 3. desember.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af blaðamannafundinum þar sem Arnar tilkynnti EM-hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×