Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. nóvember 2024 20:30 Njáll Trausti er formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, en Þorgerður Katrín var varaformaður þegar þau lentu í símatruflununum í Slóvakíu árið 2019. Vísir/Heiðar Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, segir sig og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, hafa lent í undarlegum símatruflunum þegar þau voru á fundi NATO-þingsins í Bratislava í Slóvakíu. „Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“ NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
„Ég hef lent í ákveðnum hlutum bara með símann minn, í tengslum við NATO-þingið. Ég get sagt þetta, en það er svo erfitt að tala um svona, það halda allir að maður sé svo paranojaður,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann að ræða um hlerun sem beindist að Gunnari Bergmanni Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Fjölmiðlum voru boðnar upptökur af samtali Gunnars og tálbeitu. Boðið kom í nafni ísraelska njósnafyrirtækisins Black Cube. Njáll sagði að um þjóðaröryggismál væri að ræða og sagðist velta fyrir sér hvort hlerun sem þessi hefði áður verið gerð hér á landi. Í kjölfarið rifjaði hann upp þessar símatruflanir sem hann og Þorgerður urðu vör við þegar þau voru á NATO-þinginu í Bratislava í Slóvakíu fyrir fimm árum síðan. Síminn spilaði upptöku af símtalinu Njáll lýsir því að þegar þau hafi verið búin að tala í símann í tvær mínútur hafi upptaka af símtalinu byrjað að spilast í símanum. „Það fer að spilast upp „loopan“ eftir tveggja mínútna símtal. Þá byrjar það bara frá byrjun þegar við héldum að við værum að hlusta á símana. Það var mjög einkennilegt að láta „loopuna“ ganga fjórum sinnum, alltaf byrjaði hún á sama stað í upphafi símtals og slitnaði eftir tvær mínútur og þá byrjaði aftur loopan. Þessu vorum við að lenda í ítrekað á þessu ákveðna hóteli á vorþingi NATO-þingsins.“ Að sögn Njáls fengu þau ekki nægjanlega góðar skýringar á þessu. Í samtali við fréttastofu segir hann að þeim hafi verið sagt að ástæðuna mæti rekja til bilaðs farsímasendis. „Maður fékk fannst mér aldrei neitt sérstaklega góðar skýringar um þetta, og maður sem Íslendingur hafði ekki hugmynd um hvert maður ætti að fara þegar maður lendir í svona atviki,“ sagði Njáll í Reykjavík síðdegis. Njáll Trausti segist ekki vita hvort fleiri hafi lent í þessu, en hann og Þorgerður Katrín hafi ítrekað orðið vör við þetta. Hann segir því ljóst að störfum stjórnmálamanna í dag sé mjög mikilvægt að þeir fari varlega með símana sína. Hefur lent í fleiri undarlegum atvikum Njáll lýsti jafnframt fleiri undarlegum atvikum tengdum símanum sínum. Árið 2022 hafi síminn hans virkað illa þegar hann var í Evrópu að ferðast í tengslum við NATO-þingið. Það hafi byrjað í sömu viku og Rússar réðust í Úkraínu í febrúar árið 2022. Grunar þig að einhver hafi verið að hakka sig inn í símann? „Þetta leit mjög furðulega út. Það er erfitt í sjálfu sér að tala opinberlega um þessa hluti vegna þess að við búum í landi þar sem við trúum þessu ekki sjálf. Maður á mjög erfitt með að trúa svona í truflunum í símtækjunum hjá manni. En þetta var mjög sérstakt í Bratislava fyrir fimm árum og aftur mjög sérstakt í störfum mínum fyrir NATO-þingið 2022.“
NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira