Skautadiskó til styrktar góðu málefni Skautadiskó 16. nóvember 2024 10:00 Vinir Þorsteins Elfars standa fyrir skautadiskói á morgun sunnudag í Egilshöll til styrktar fjölskyldu hans en Þorsteinn greindist nýlega með hvítblæði. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem hefst kl. 11. Myndir/Úr einkasafni. Á morgun sunnudag verður slegið upp skautadiskói í Egilshöll til styrktar hinum sex ára Þorsteini Elfari Hróbjartssyni og fjölskyldu hans. Þorsteinn Elfar greindist nýlega með hvítblæði og því ljóst að næstu mánuðir verða krefjandi og erfiðir fyrir hann og fjölskyldu hans. „Skautadiskóið byrjar kl. 11 á morgun og það er varla hægt að hugsa sér betri byrjun á sunnudegi,“ segir Vilhelm Már Bjarnason, einn skipuleggjenda viðburðarins. „Við sem stöndum að þessu viljum auðvitað hvetja sem flest til að mæta, eiga góða stund með fjölskyldunni og styrkja gott málefni um leið.“ Vilhelm Már Bjarnason er einn skipuleggjenda viðburðarins en fjöldi fólks kemur að honum. Undanfarin tvö ár hefur Þorsteinn Elfar æft íshokkí með Birninum. Fjölskylda hans tengist íshokkíhreyfingunni með margvíslegum hætti og situr Guðlaug Ingibjörg móðir hans m.a. í stjórn Íshokkísambands Íslands auk þess að vera íshokkídómari. Þorsteinn Elfar hóf að æfa íshokkí fjögurra ára gamall. „Það kostar litlar 1.500 kr. á skautadiskóið og eru skautar innifaldir. Formleg dagskrá hefst kl. 11 en boðið verður upp á kökusölu, andlitsmálningu fyrir 500 kr. og ilmandi vöfflukaffi fyrir sömu upphæð. Einnig verður boðið upp á lukkuhjól en því er hægt að snúa fyrir 1.000 kr. og við lofum öllum vinningi. Um kl. 11.50 ætlum við svo skauta saman og þá mun Bjarni töframaður sjá um tónlist og skemmtun.“ Eins og gefur að skilja hvílir mikið álag á fjölskyldu Þorsteins Elfars. Á sama tíma finnst þeim líka mikilvægt að geta hlegið og brosað, séð það jákvæða við lífið og tilveruna og samglaðst öðrum. Hér fyrir neðan er texti sem móðir Þorsteins skrifaði til náins hóps um stöðuna. „Þá er fyrsta vikan í þessu verkefni liðin. Það eru mjög margar hugsanir sem fara í gegnum kollinn mans þegar lífið úthlutar verkefni sem þessu. Ein af þeim hugsunum er t.d. hve ósanngjarnt það er að á sama tíma og samnemendur Þorsteins missa tennur þá verður hann að missa hárið vegna lyfjameðferðar. Þorsteinn Elfar hefur staðið sig eins og alvöru illmenni undanfarnar vikur en hann ákvað að takast á við veikindi sín í hlutverki illmennis, í stað hetju eins og flest börn kjósa. En við ætlum að vera þakklát í þessari vegferð! Fyrst ber að nefna að vera þakklát fyrir greininguna - með hana er nefnilega hægt að gefa viðeigandi meðferð! Og sú meðferð er hafin! Eitt að lokum - þótt allt þetta sé í gangi þá er mikilvægt að geta hlegið og brosað, séð þetta jákvæða við lífið og tilveruna og samglaðst öðrum. Ef við gefum okkur ekki smá tíma í það þá værum við bara í fúlum drullupitti næstu árin og það er engin þörf á að þyngja róðurinn neitt meira - bara horfa á þetta jákvæða og taka einn dag í einu ❤️ “ Bjarnarbúðin mun halda utan um söfnunina og ágóðinn rennur allur óskertur til Þorsteins Elfars og fjölskyldu hans. Auk þess mun helmingur andvirðis af seldum vörum merktum Birninum renna til söfnunarinnar. Fyrir þau sem komast ekki, en vilja styrkja söfnunina, er hægt að leggja inn á reikning Bjarnarbúðarinnar, kt. 680818-1420 og reikningsnúmer 1161-15-200818. Skýring: ÞEH. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins. Skautaíþróttir Góðverk Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira
„Skautadiskóið byrjar kl. 11 á morgun og það er varla hægt að hugsa sér betri byrjun á sunnudegi,“ segir Vilhelm Már Bjarnason, einn skipuleggjenda viðburðarins. „Við sem stöndum að þessu viljum auðvitað hvetja sem flest til að mæta, eiga góða stund með fjölskyldunni og styrkja gott málefni um leið.“ Vilhelm Már Bjarnason er einn skipuleggjenda viðburðarins en fjöldi fólks kemur að honum. Undanfarin tvö ár hefur Þorsteinn Elfar æft íshokkí með Birninum. Fjölskylda hans tengist íshokkíhreyfingunni með margvíslegum hætti og situr Guðlaug Ingibjörg móðir hans m.a. í stjórn Íshokkísambands Íslands auk þess að vera íshokkídómari. Þorsteinn Elfar hóf að æfa íshokkí fjögurra ára gamall. „Það kostar litlar 1.500 kr. á skautadiskóið og eru skautar innifaldir. Formleg dagskrá hefst kl. 11 en boðið verður upp á kökusölu, andlitsmálningu fyrir 500 kr. og ilmandi vöfflukaffi fyrir sömu upphæð. Einnig verður boðið upp á lukkuhjól en því er hægt að snúa fyrir 1.000 kr. og við lofum öllum vinningi. Um kl. 11.50 ætlum við svo skauta saman og þá mun Bjarni töframaður sjá um tónlist og skemmtun.“ Eins og gefur að skilja hvílir mikið álag á fjölskyldu Þorsteins Elfars. Á sama tíma finnst þeim líka mikilvægt að geta hlegið og brosað, séð það jákvæða við lífið og tilveruna og samglaðst öðrum. Hér fyrir neðan er texti sem móðir Þorsteins skrifaði til náins hóps um stöðuna. „Þá er fyrsta vikan í þessu verkefni liðin. Það eru mjög margar hugsanir sem fara í gegnum kollinn mans þegar lífið úthlutar verkefni sem þessu. Ein af þeim hugsunum er t.d. hve ósanngjarnt það er að á sama tíma og samnemendur Þorsteins missa tennur þá verður hann að missa hárið vegna lyfjameðferðar. Þorsteinn Elfar hefur staðið sig eins og alvöru illmenni undanfarnar vikur en hann ákvað að takast á við veikindi sín í hlutverki illmennis, í stað hetju eins og flest börn kjósa. En við ætlum að vera þakklát í þessari vegferð! Fyrst ber að nefna að vera þakklát fyrir greininguna - með hana er nefnilega hægt að gefa viðeigandi meðferð! Og sú meðferð er hafin! Eitt að lokum - þótt allt þetta sé í gangi þá er mikilvægt að geta hlegið og brosað, séð þetta jákvæða við lífið og tilveruna og samglaðst öðrum. Ef við gefum okkur ekki smá tíma í það þá værum við bara í fúlum drullupitti næstu árin og það er engin þörf á að þyngja róðurinn neitt meira - bara horfa á þetta jákvæða og taka einn dag í einu ❤️ “ Bjarnarbúðin mun halda utan um söfnunina og ágóðinn rennur allur óskertur til Þorsteins Elfars og fjölskyldu hans. Auk þess mun helmingur andvirðis af seldum vörum merktum Birninum renna til söfnunarinnar. Fyrir þau sem komast ekki, en vilja styrkja söfnunina, er hægt að leggja inn á reikning Bjarnarbúðarinnar, kt. 680818-1420 og reikningsnúmer 1161-15-200818. Skýring: ÞEH. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins.
Skautaíþróttir Góðverk Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Sjá meira