Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lestrarklefinn og Jana Hjörvar 15. nóvember 2024 08:49 Í Djúpinu er önnur skáldsaga Margrétar S. Höskuldsdóttur. Skáldsaga Margrétar S. Höskuldsdóttur er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Jana Hjörvar hefur þetta að segja um bók Margrétar. Bókin Í djúpinu vakti athygli mína í Bókatíðindum nú í nóvember. Þetta er önnur skáldsaga Margrétar S. Höskuldsdóttur og er hún gefin út af Forlaginu. Ég verð að viðurkenna að fyrri bók hennar, Dalurinn, fór alveg framhjá mér þó hún hafi vissulega ekki farið framhjá okkur hér á Lestrarklefanum á sínum tíma. Í djúpinu fjallar um lögreglukonuna Rögnu og félaga hennar Berg sem fá inn á borð til sín morðmál sem gerist í Reykjavík en þar finnst athafnamaðurinn Þórður látinn í heitum potti við heimili sitt. Fyrst beinast böndin að félögum mannsins en þegar Ragna og Bergur fara að skoða málið nánar fer það að teygja anga sína vestur á firði. Jana Hjörvar skrifar bókadóma á Lestrarklefinn.is Sagan flakkar um í tíma frá fyrstu blaðsíðu. Hún gerist á árinu 2023 og fyrst flakkar sagan um nokkra daga en svo fer hún reglulega aftur í atburði sem gerðust árið 1985. Í byrjun kynnumst við Þórði og konu hans Evu sem eru nýflutt í hús sitt og bjóða vinum Þórðar í matarboð heim til sín. Þar kynnumst við þeim og fáum innsýn inn í líf þeirra og tengsl Þórðar við vini sína. Vini sem hann hefur þekkt frá því á unglingsaldri og eru nú viðskiptafélagar hans. Þórður er grunnhygginn náungi sem virðist meta flottheit og ríkidæmi meira en annað. Honum virðist ekki sérlega annt um vini sína og því er ekki skrítið að böndin beinist fyrst að þeim þegar hann finnst myrtur. Ragna fer að eltast við þræði málsins og finnur á sér að hlutirnir eru ekki eins einfaldir og þeir líta út fyrir að vera. Þræðirnir teygja sig til atburða sem gerðust í heimavistarskóla á Reykjanesi árið 1985. Ragna endar á að fara vestur á firði ásamt Bergi að rannsaka málið. Þétt flétta með óvæntum endi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gefin er út íslensk spennusaga þar sem morð á sér stað og það tengist vinum þess látna á einhvern hátt og teygir sig jafnvel í fortíðina með tilheyrandi tímaflakki. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn þar sem lögreglupar rannsakar málið, lögreglupar þar sem annað er með samviskubit yfir að sinna ekki fjölskyldu sinni nógu vel og hitt er að glíma við hjónabandsörðugleika. Svo nei, kannski er ekki verið að finna upp hjólið þarna, en ég vil meina að það eigi það sama við um spennusögur og á svo oft við um ástarsögur. Þó verið sé að tikka í box sem oft hafa verið nýtt áður við skrif slíkra sagna að þá þýðir það ekki að það sé ekki frumleiki í sögunni og eitthvað nýtt. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma er að finna á Lestrarklefinn.is. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Sjá meira
Bókin Í djúpinu vakti athygli mína í Bókatíðindum nú í nóvember. Þetta er önnur skáldsaga Margrétar S. Höskuldsdóttur og er hún gefin út af Forlaginu. Ég verð að viðurkenna að fyrri bók hennar, Dalurinn, fór alveg framhjá mér þó hún hafi vissulega ekki farið framhjá okkur hér á Lestrarklefanum á sínum tíma. Í djúpinu fjallar um lögreglukonuna Rögnu og félaga hennar Berg sem fá inn á borð til sín morðmál sem gerist í Reykjavík en þar finnst athafnamaðurinn Þórður látinn í heitum potti við heimili sitt. Fyrst beinast böndin að félögum mannsins en þegar Ragna og Bergur fara að skoða málið nánar fer það að teygja anga sína vestur á firði. Jana Hjörvar skrifar bókadóma á Lestrarklefinn.is Sagan flakkar um í tíma frá fyrstu blaðsíðu. Hún gerist á árinu 2023 og fyrst flakkar sagan um nokkra daga en svo fer hún reglulega aftur í atburði sem gerðust árið 1985. Í byrjun kynnumst við Þórði og konu hans Evu sem eru nýflutt í hús sitt og bjóða vinum Þórðar í matarboð heim til sín. Þar kynnumst við þeim og fáum innsýn inn í líf þeirra og tengsl Þórðar við vini sína. Vini sem hann hefur þekkt frá því á unglingsaldri og eru nú viðskiptafélagar hans. Þórður er grunnhygginn náungi sem virðist meta flottheit og ríkidæmi meira en annað. Honum virðist ekki sérlega annt um vini sína og því er ekki skrítið að böndin beinist fyrst að þeim þegar hann finnst myrtur. Ragna fer að eltast við þræði málsins og finnur á sér að hlutirnir eru ekki eins einfaldir og þeir líta út fyrir að vera. Þræðirnir teygja sig til atburða sem gerðust í heimavistarskóla á Reykjanesi árið 1985. Ragna endar á að fara vestur á firði ásamt Bergi að rannsaka málið. Þétt flétta með óvæntum endi Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gefin er út íslensk spennusaga þar sem morð á sér stað og það tengist vinum þess látna á einhvern hátt og teygir sig jafnvel í fortíðina með tilheyrandi tímaflakki. Þetta er heldur ekki í fyrsta sinn þar sem lögreglupar rannsakar málið, lögreglupar þar sem annað er með samviskubit yfir að sinna ekki fjölskyldu sinni nógu vel og hitt er að glíma við hjónabandsörðugleika. Svo nei, kannski er ekki verið að finna upp hjólið þarna, en ég vil meina að það eigi það sama við um spennusögur og á svo oft við um ástarsögur. Þó verið sé að tikka í box sem oft hafa verið nýtt áður við skrif slíkra sagna að þá þýðir það ekki að það sé ekki frumleiki í sögunni og eitthvað nýtt. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma er að finna á Lestrarklefinn.is.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Sjá meira