Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 09:38 Nýr Landspítali rýs við Hringbraut en ný geðdeildarbygging mun hins vegar ekki rísa á því svæði. Vísir/Vilhelm Ný bygging fyrir geðþjónustu Landspítala verður staðsett utan Hringbrautarlóðar en þó í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg og eru áætluð verklok 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Ákvörðunin byggi á ítarlegri valkostagreiningu sem sýni kosti ráðstöfunarinnar og sé í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg en til að tryggja nálægð við aðra þjónustu spítalans er áætlað að húsnæðið verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24 þúsund fermetrar, áætlaður framkvæmdatími er fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030. Núverandi húsnæði ekki boðlegt og Hringbraut óheppileg Heilbrigðisráðherra tilkynnti á síðasta ári ákvörðun sína um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi væri ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu staðfesti það. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í valkostagreiningu um staðsetningu sem hafi leitt í ljós að uppbygging við Hringbraut myndi hafa hamlandi áhrif á þróun annarrar starfsemi spítalans á lóðinni til framtíðar. Enn fremur gætu framkvæmdir við nýbyggingu og/eða breytingar á eldra húsnæði ekki hafist fyrr en megnið af eldri byggingum hefðu verið rýmdar. Þannig mætti áætla að geðþjónusta í nýjum húsakynnum kæmist ekki í gagnið fyrr en eftir tíu til fimmtán ár. Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. „Með nýju staðarvali er lagt upp með að hraða framkvæmdum og tryggja að húsnæðið og umhverfi þess uppfylli nútímakröfur um batamiðaða hönnun,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Ákvörðunin byggi á ítarlegri valkostagreiningu sem sýni kosti ráðstöfunarinnar og sé í samræmi við tillögu stýrihóps um skipulag framkvæmda við Nýjan Landspítala. Undirbúningur að lóðarvali er hafinn í samráði við Reykjavíkurborg en til að tryggja nálægð við aðra þjónustu spítalans er áætlað að húsnæðið verði í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá Hringbraut. Áætluð stærð nýbyggingarinnar er 24 þúsund fermetrar, áætlaður framkvæmdatími er fimm ár og væntingar um verklok árið 2029 eða 2030. Núverandi húsnæði ekki boðlegt og Hringbraut óheppileg Heilbrigðisráðherra tilkynnti á síðasta ári ákvörðun sína um að nýbygging geðþjónustu Landspítala verði hluti af öðrum áfanga uppbyggingar NLSH. Núverandi húsnæði við Hringbraut og á Kleppi væri ekki boðlegt og ástands-, eiginleika- og hentugleikaskoðun sem gerð var á húsnæðinu staðfesti það. Í framhaldi af þeirri ákvörðun hafi verið ráðist í valkostagreiningu um staðsetningu sem hafi leitt í ljós að uppbygging við Hringbraut myndi hafa hamlandi áhrif á þróun annarrar starfsemi spítalans á lóðinni til framtíðar. Enn fremur gætu framkvæmdir við nýbyggingu og/eða breytingar á eldra húsnæði ekki hafist fyrr en megnið af eldri byggingum hefðu verið rýmdar. Þannig mætti áætla að geðþjónusta í nýjum húsakynnum kæmist ekki í gagnið fyrr en eftir tíu til fimmtán ár.
Heilbrigðismál Landspítalinn Skipulag Reykjavík Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. 15. nóvember 2024 12:00