Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 21:14 Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Getty Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarson og félagar þeirra í Melsungen sitja þægilega á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir góðan sigur á Magdeburg í kvöld. Melsungen hefur verið að spila vel á tímabilinu og var eitt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Magdeburg. Melsungen hafði aðeins tapað tveimur stigum í níu leikjum á tímabilinu en Magdeburg hafði sömuleiðis aðeins tapað einum leik en hafði leikið einum leik færra. Melsungen náði snemma frumkvæðinu í leiknum í dag. Liði leiddi 9-6 um miðjan fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15-12 heimaliðinu í vil. Melsungen náði síðan áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og komst í 20-14. Elvar Örn var að leika vel á þessum kafla, skoraði og lagði upp og setti heldur betur sín lóð á vogarskálarnar hjá Melsungen. Melsungen 31- 23 MagdeburgKristopans and Simic unstoppable tonight - and an amazing Melsungen defense.Melsungen have now defeated Kiel (a), Berlin (h) and Magdeburg (h) - and are still on top of the Bundesliga.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 16, 2024 Forystan varð mest átta mörk og lið Magdeburg í tómu brasi en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem virtist vera að spila af eðlilegri getu hjá meisturunum. Að lokum var það lið Melsungen sem vann nokkuð öruggan 31-23 sigur og heldur því toppsætinu. Magdeburg er fjórum stigum á eftir í 3. sæti en á leik til góða. Elvar Örn og Arnar Freyr skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í kvöld en Ómar Ingi var langmarkahæstur hjá Magdeburg með níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Óðinn markahæstur í bikarsigri Í Sviss mættust Kadetten Schaffhausen og Basel í bikarkeppninni en Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með fyrrnefnda liðinu sem hefur verið það besta í svissneska boltanum síðustu misserin. Skemmst er frá því að segja að Óðinn Þór fór á kostum í leiknum. Hann var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen með níu mörk og það án þess að klikka á skoti. Óðinn Þór og félagar unnu 38-33 sigur og fara því áfram í næstu umferð bikarkeppninnar. Þýski handboltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Melsungen hefur verið að spila vel á tímabilinu og var eitt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Magdeburg. Melsungen hafði aðeins tapað tveimur stigum í níu leikjum á tímabilinu en Magdeburg hafði sömuleiðis aðeins tapað einum leik en hafði leikið einum leik færra. Melsungen náði snemma frumkvæðinu í leiknum í dag. Liði leiddi 9-6 um miðjan fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15-12 heimaliðinu í vil. Melsungen náði síðan áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og komst í 20-14. Elvar Örn var að leika vel á þessum kafla, skoraði og lagði upp og setti heldur betur sín lóð á vogarskálarnar hjá Melsungen. Melsungen 31- 23 MagdeburgKristopans and Simic unstoppable tonight - and an amazing Melsungen defense.Melsungen have now defeated Kiel (a), Berlin (h) and Magdeburg (h) - and are still on top of the Bundesliga.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 16, 2024 Forystan varð mest átta mörk og lið Magdeburg í tómu brasi en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem virtist vera að spila af eðlilegri getu hjá meisturunum. Að lokum var það lið Melsungen sem vann nokkuð öruggan 31-23 sigur og heldur því toppsætinu. Magdeburg er fjórum stigum á eftir í 3. sæti en á leik til góða. Elvar Örn og Arnar Freyr skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í kvöld en Ómar Ingi var langmarkahæstur hjá Magdeburg með níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Óðinn markahæstur í bikarsigri Í Sviss mættust Kadetten Schaffhausen og Basel í bikarkeppninni en Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með fyrrnefnda liðinu sem hefur verið það besta í svissneska boltanum síðustu misserin. Skemmst er frá því að segja að Óðinn Þór fór á kostum í leiknum. Hann var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen með níu mörk og það án þess að klikka á skoti. Óðinn Þór og félagar unnu 38-33 sigur og fara því áfram í næstu umferð bikarkeppninnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira