Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Kolbeinn Tumi Daðason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 17. nóvember 2024 21:34 Jón Guðmundsson var goðsögn í fasteignabransanum á Íslandi. Vignir Már Jón Guðmundsson, fasteignasali og eigandi Fasteignamarkaðsins, er látinn 82 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jóhönnu Hreinsdóttur og fjögur börn. Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur. Andlát Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Synir Jóns, Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins og Guðmundur Theodór Jónsson fasteignasali greina frá andláti föður síns á Facebook og rignir samúðarkveðjum og minningum frá fjölskyldu, vinum og kunningjum. Jón fæddist í Neskaupstað, ólst þar upp og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1963. Meðfram námi stundaði hann almenna vinnu meðal annars hjá Síldarvinnslunni á æskuslóðum og við verslunar- og umboðsstörf og útgerð. Frá árinu 1972 starfaði hann við fasteignasölu og eignaumsýslu eða í 52 ár. Fyrst hjá Eignamiðlun en stofnaði svo Fasteignamarkaðinn í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Þórðardóttur. Ásdís lést fyrir aldur fram árið 1991. Jón kom að pólitísku starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var bæði varabæjarfulltrúi í Neskaupsstað á áttunda áratugnum og á lista flokksins í tvennum Alþingiskosningum á sama áratug. Hann var í stjórn SUS og sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá sat Jón í stjórn Viðlagasjóðs, í stjórn Ísafoldarprentsmiðju, í stjórn íþrótta- og ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ og var formaður húsnæðisnefndar Garðabæjar. Arnar Þór og Guðmundur Theódór minnast föður síns hlýlega í færslum sem þeir birtu á síðum sínum á Facebook. „Elsku pabbi, Jón Guðmundsson, kvaddi þessa jarðvist í morgun eftir hugdjarfa baráttu. Við hittumst fyrst gosnóttina í janúar 1973 þegar hann tók á móti okkur í Þorlákshöfn. Hann gekk mér í föðurstað og hefur fylgt mér af trúfestu og styrk allt til þessa dags,“ skrifar Arnar Þór. „Við leiðarlok er ég þakklátur honum fyrir að herða mig og styrkja, fyrir smekkvísi, vinnusemi og ræktarsemi. Guð blessi hann og leiði inn í hið eilífa ljós,“ skrifar hann þá. „Hann var einstakur maður í alla staði. Atorkusamur, klár, hjartahlýr og duglegur svo honum féll aldrei verk úr hendi. Þakklæti er mér efst í huga fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Þakklæti fyrir þau tæplega 30 ár sem ég naut þess að starfa með honum og undir hans handleiðslu. Þakklæti fyrir ástina, hlýjuna, húmorinn, ómetanlega vináttu og hans fallegu skapgerð. Minningar um sannkallaðan höfðingja gleymast aldrei. Blessuð sé ævinlega minning pabba,“ skrifar Guðmundur.
Andlát Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira