Bókadómur: Þörf bók um missi Lestrarklefinn og Díana Sjöfn Jóhannsdóttir 18. nóvember 2024 10:52 Þeir John Dougherty og Thomas Docherty eru höfundar bókarinnar Héraholan þar sem fjallað er um erfiðar tilfinningar, sorg og missi. Barnabókin Héraholan er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Bókin tekur á missi og sorg. Hér skrifar Díana Sjöfn Jóhannsdóttir um bókina. Núna á dögunum kom út íslensk þýðing á barnabók eftir John Dougherty og Thomas Docherty (tilviljunin ein ræður þessum ótrúlega líku ættarnöfnum). Héraholan eða The Hare Shaped Hole eins og hún heitir á frummálinu er saga um vinina Hörpu og Skúla sem gera allt saman, jafnvel þó ólík séu. En einn daginn hverfur Harpa og Skúli situr eftir í sárum og miklum söknuði eftir þessum besta vini sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar bókadóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Í stað hennar kemur skuggi eða gat þar sem Harpa áður var og lesendur fylgjast með erfiðleikum Skúla við að sætta sig við breyttan heim. Loks hittir hann nýjan vin sem kennir honum að horfa á gatið sem Harpa skildi eftir sig með öðrum augum. Héraholan kemur út í þýðingu Önnu Leu Friðriksdóttur og Dögg Hjaltalín. Kennsla í ákveðinni sorgarúrvinnslu Bókin snertir á missi og sorg. Það kemur ekki fram afhverju eða hvernig Harpa hvarf en lesendur geta getið í eyðurnar. Eða foreldrar hjálpað börnunum að tengja sögu Skúla við eigin reynsluheim. Þetta er mjög falleg og sár saga. Hún snertir djúpt á ýmsar taugar. Þetta er nefninlega ekki bara bók til að kenna börnum um missi og sorgarúrvinnslu heldur er þetta einnig góð áminning fyrir þá fullorðnu. Sagan er erfið en huggun á sama tíma. Hún teygir sig í átt til lesenda og reynir að umfaðma þá, gefa þeim haldreipi í hverfulu og oft óskiljanlegu lífi. Hún kynnir sorgarúrvinnslu sem jafnvel margir stálpaðir vita ekki af og nýta sér aldrei – með tilheyrandi bælingu á tilfinningum. Að tala um þann sem er horfinn, að halda minningunni á lofti. Það er það sem er svo mikilvægt. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma er að finna á Lestrarklefinn.is Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
Núna á dögunum kom út íslensk þýðing á barnabók eftir John Dougherty og Thomas Docherty (tilviljunin ein ræður þessum ótrúlega líku ættarnöfnum). Héraholan eða The Hare Shaped Hole eins og hún heitir á frummálinu er saga um vinina Hörpu og Skúla sem gera allt saman, jafnvel þó ólík séu. En einn daginn hverfur Harpa og Skúli situr eftir í sárum og miklum söknuði eftir þessum besta vini sínum. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir skrifar bókadóma á menningarvefinn Lestrarklefinn. Í stað hennar kemur skuggi eða gat þar sem Harpa áður var og lesendur fylgjast með erfiðleikum Skúla við að sætta sig við breyttan heim. Loks hittir hann nýjan vin sem kennir honum að horfa á gatið sem Harpa skildi eftir sig með öðrum augum. Héraholan kemur út í þýðingu Önnu Leu Friðriksdóttur og Dögg Hjaltalín. Kennsla í ákveðinni sorgarúrvinnslu Bókin snertir á missi og sorg. Það kemur ekki fram afhverju eða hvernig Harpa hvarf en lesendur geta getið í eyðurnar. Eða foreldrar hjálpað börnunum að tengja sögu Skúla við eigin reynsluheim. Þetta er mjög falleg og sár saga. Hún snertir djúpt á ýmsar taugar. Þetta er nefninlega ekki bara bók til að kenna börnum um missi og sorgarúrvinnslu heldur er þetta einnig góð áminning fyrir þá fullorðnu. Sagan er erfið en huggun á sama tíma. Hún teygir sig í átt til lesenda og reynir að umfaðma þá, gefa þeim haldreipi í hverfulu og oft óskiljanlegu lífi. Hún kynnir sorgarúrvinnslu sem jafnvel margir stálpaðir vita ekki af og nýta sér aldrei – með tilheyrandi bælingu á tilfinningum. Að tala um þann sem er horfinn, að halda minningunni á lofti. Það er það sem er svo mikilvægt. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri bókadóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp