Ekki haft tíma til að spá í EM Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 11:00 Rut Arnfjörð Jónsdóttir ; Rut Jónsdóttir Vísir/Einar Rut Arnfjörð Jónsdóttir er á leið á stórmót með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í fyrsta sinn í tólf ár. Það hefur gengið á ýmsu síðustu vikur og hún varla haft tíma til að huga að mótinu. Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Rut leikur fyrir Hauka sem höfðu rétt klárað Evrópuverkefni í Króatíu þegar komið var heim að sinna lokaundirbúningi fyrir Evrópumótið sem fram undan er. Haukar unnu tvo eins marks sigra á Dalmatinka Ploce til að komast áfram í EHF-bikarnum og komu heim á mánudag áður en flogið var út til Sviss með landsliðinu á fimmtudegi. „Það gekk rosa vel og var vel heppnuð ferð. Við spiluðum tvo leiki, laugardag og sunnudag, komum heim á mánudag og förum svo aftur af stað þannig að það gekk rosa vel,“ segir Rut sem segist líða vel þrátt fyrir álag. „Ég er óvenju góð. Maður fagnar því. Þetta voru hörkuleikir og mikið um slagsmál. Ég er eiginlega fegin að vera standandi hér í dag,“ segir Rut. Rut var í leikmannahópi Íslands sem fór á HM 2011 og EM 2012. Liðið komst ekki á stórmót eftir 2012 fyrr en það tók þátt á HM í fyrra. Rut missti af því móti vegna barneigna en fagnar því að vera nú aftur á leið á EM með landsliðinu „Ég er rosalega spennt fyrir þessu. En hef kannski ekki haft mikinn tíma til að pæla í þessu. Maður fer mjög slakur inn í þetta. Það verður æðislegt að vera með hópnum og taka þátt í þessu,“ Klippa: „Fegin að vera standandi hér í dag“ „Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Maður er að sinna fjölskyldu, skóla og félagsliði,“ segir Rut. Hún naut þess þá að fylgjast með stelpunum vinna Forsetabikarinn á HM í fyrra meðan hún var heima með nýtfætt barn. „Ég lá þarna með nýfætt barn að horfa á leikina. Það var rosalega gaman að fylgjast með þeim á HM. Ég var á mjög góðum stað, nýbúin að eignast annað barn. Svo verður gaman að taka þátt í þessu með þeim núna,“ segir Rut. Ísland mætir Sviss í æfingaleik ytra í dag og aftur á sunnudag. Liðið hefur svo keppni á EM á föstudag í næstu viku er það mætir Hollandi í Innsbruck.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira