Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Leikurinn gegn ÍR tapaðist, 101-96. Það var fyrsti sigur Breiðhyltinga á tímabilinu.
Lautier spilaði nánast allan leikinn eða um 36 mínútur. Bretinn meiddist í fyrri hálfleik en var vafinn í hálfleiknum og hélt leik áfram.
Þetta er mikill skellur fyrir Njarðvíkinga en Lautier var fyrr á tímabilinu frá vegna meiðsla á hæl og missti af tveimur leikjum. Hann byrjaði tímabilið með látum og var einn besti leikmaður deildarinnar.
Njarðvík mætir Haukum í næstu umferð á föstudagskvöldið. Lautier mun fara í aðgerð á hendi á morgun og síðan taka við um tveir mánuðir í endurhæfingu.