Þetta segir Ásgeir Halldórsson, aðalvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Ekki er vitað hversu slasaður vegfarandinn er.
Talsverður viðbúnaður er enn á Langholtsvegi ef marka má sjónarvotta. Langholtsvegur er girtur af að hluta og lögregla er enn að störfum.
Heimildir Vísis herma að tvær lögreglubifreiðar hafi fylgt sjúkrabifreiðinni í forgangsakstri að spítalanum.