Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:22 Clare Nowland var þekkt í heimabæ sínum og fór meðal annars í fallhlífarstökk þegar hún varð áttræð. AP/ABC Kristian White, 34 ára lögreglumaður, hefur verið fundinn sekur um að hafa banað Clare Nowland, 95 ára, þegar hann skaut hana með rafbyssu. Nowland féll, fékk höfuðhögg og lést í kjölfarið. Atvikið átti sér stað á hjúkrunarheimili í bænum Cooma í Ástralíu þann 17. maí 2023. Nowland, sem hafði ekki verið formlega greind með heilabilun en hafði sýnt einkenni um nokkurra mánaða skeið, hafði þá verið á rölti um heimilið vopnuð hnífum. Nowland hafði meðal annars farið með hnífana inn á herbergi annars heimilismanns en sá sagðist ekki hafa upplifað að honum stæði hætt af henni. Enda var hún, eins og ákæruvaldið benti á, ekki aðeins 95 ára heldur 48 kíló og gekk með aðstoð göngugrindar. Þegar lögregla kom á staðinn var Nowland ítrekað sagt að leggja hnífinn sem hún bar frá sér en varð ekki við því. Á myndskeiði sést hvernig hún nálgast lögregluþjónana og lyftir hnífnum en hafa ber í huga að það tók hana mínútu að komast einn metra. White varaði Nowland við því að hann hefði miðað vopninu að henni en sagði svo „skítt með það“ og hleypti af, á meðan Nowland var enn í 1,5 til 2 metra fjarlægð. Lögmenn White sögðu hann hafa verið að afstýra hættuástandi en ákæruvaldið var ósammála. „Hvern gat hún skaðað á þessum tíma? Engan,“ sagði saksóknarinn Brett Hatfield. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því að White gekk fram á Nowland og þar til hann hleypti af og hann sýnt pirring og óþolinmæði. Tvo vitni, lögreglumaður og sjúkraflutningamaður, sögðust einnig hafa upplifað að Nowland ógnaði öryggi þeirra en féllust þó á að þau hefðu auðveldlega getað komið sér undan. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Atvikið átti sér stað á hjúkrunarheimili í bænum Cooma í Ástralíu þann 17. maí 2023. Nowland, sem hafði ekki verið formlega greind með heilabilun en hafði sýnt einkenni um nokkurra mánaða skeið, hafði þá verið á rölti um heimilið vopnuð hnífum. Nowland hafði meðal annars farið með hnífana inn á herbergi annars heimilismanns en sá sagðist ekki hafa upplifað að honum stæði hætt af henni. Enda var hún, eins og ákæruvaldið benti á, ekki aðeins 95 ára heldur 48 kíló og gekk með aðstoð göngugrindar. Þegar lögregla kom á staðinn var Nowland ítrekað sagt að leggja hnífinn sem hún bar frá sér en varð ekki við því. Á myndskeiði sést hvernig hún nálgast lögregluþjónana og lyftir hnífnum en hafa ber í huga að það tók hana mínútu að komast einn metra. White varaði Nowland við því að hann hefði miðað vopninu að henni en sagði svo „skítt með það“ og hleypti af, á meðan Nowland var enn í 1,5 til 2 metra fjarlægð. Lögmenn White sögðu hann hafa verið að afstýra hættuástandi en ákæruvaldið var ósammála. „Hvern gat hún skaðað á þessum tíma? Engan,“ sagði saksóknarinn Brett Hatfield. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því að White gekk fram á Nowland og þar til hann hleypti af og hann sýnt pirring og óþolinmæði. Tvo vitni, lögreglumaður og sjúkraflutningamaður, sögðust einnig hafa upplifað að Nowland ógnaði öryggi þeirra en féllust þó á að þau hefðu auðveldlega getað komið sér undan.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira