Strengirnir liggja á milli Svíþjóðar og Litháen annars vegar og Finnlands og Þýskalands hins vegar. Báðir skemmdust 17. nóvember síðastliðinn, á svæði innan sænskrar lögsögu.
Wall Street Journal greindi frá því að rannsakendur grunaði að áhöfn kínverska skipsins Yi Peng 3, sem sigldi yfir strengina á sama tíma, hefði unnið skemmdir á þeim með því að draga akkeri skipsins eftir sjávarbotninum.
Um viljaverk hafi verið að ræða.
Yfirvöld hafa þó ekki staðfest fregnirnar, né heldur slegið því á föstu að um skemmdarverk hafi verið að ræða.
Sérfærðingar segja kenninguna hins vegar rökrétta, þar sem engar sprengingar sáust á skjálftamælum, líkt og gerðist þegar skemmdarverk voru unnin á Nord Stream 1 og 2 í september árið 2022.
Ulf Kristerson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segist ekki eiga von á öðru en samvinnu frá kínverskum stjórnvöldum. Hann segist vilja fara varlega í að saka neinn um neitt, á meðan rannsókn er ólokið.