Innlent

Þriggja bíla á­rekstur og mikil um­ferðar­teppa

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Eins og sjá má er allavega einn bílanna verulega illa farinn.
Eins og sjá má er allavega einn bílanna verulega illa farinn.

Þrír bílar lentu saman í árekstri á Hafnarfjarðvegi við Arnarnesbrú upp úr fimm síðdegis. Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar en meiðsli virðast vera lítilháttar. Umferðarteppa hefur myndast niður að Hamraborg.

Pálmi Hlöðversson, varðstjóri í aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindu fyrst frá.

Slökkviliðinu barst útkallið um hálf sex og er enn á vettvangi að hreinsa og fjarlægja bíla. Að minnsta kosti einn bílana þriggja er óökufær.

Mikil umferðarteppa hefur myndast vegna árekstursins og nær bílaröð alla leið niður fyrir undirgöngin við Hamraborg.

Nokkuð óskýrar myndir af vettvangi þar sem sjá má einn bílanna sem lentu í árekstrinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×