Innlent

„Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Inga var í stuði. Ásta líka.
Inga var í stuði. Ásta líka. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland formaður Flokks fólkins og Ásta Lóa Þórhallsdóttir oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi voru himinlifandi þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við þær á kosningavöku Flokks fólksins.

Eins og fram hefur komið er flokkurinn að gera gott mót, meðal annars mælst með 19,7 prósent í Suðurkjördæmi. „Ég er bara svo stolt að ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara,“ sagði Inga áður en hún braust í söng líkt og henni einni er lagið. Hún segir Ástu einfaldlega vera spútník, eins og þeytivindu.

En er Ásta í jafngóðu skapi?

„Að sjálfsögðu. Ég er bara ekki alveg eins og hún, það er engin eins og Inga,“ segir Ásta hlæjandi. Hún segist telja flokkinn fá svona fylgi vegna þess að hann hafi staðið sig svo vel á kjörtímabilinu. Lögðu þær í gríni til að Flokkur fólksins fengi einfaldlega að vera einn í ríkisstjórn að kosningum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×