Innlent

Stefnir í að VG þurrkist út af þingi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Flokkur Svandísar Svavarsdóttur er ekki að mælast með mann á þingi.
Flokkur Svandísar Svavarsdóttur er ekki að mælast með mann á þingi. Vísir/Viktor

Vinstri grænir eru með talsvert minna fylgi en í síðustu kosningum 2021 og stefnir í að flokkurinn þurkkist út af þingi.

Þegar þetta er skrifað hafa tölur borist frá öllum kjördæmum nema Norðvestur en Vinstri grænir en eins og staðan er núna er flokkurinn með 2,4 prósent atkvæða á landsvísu.

Í kosningunum 2021 var fylgið á landsvísu 12,6 prósent og í kjölfarið leiddi þáverandi formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir áframhaldandi ríkisstjórnarsamsarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Fylgið nú er mest í Norðausturkjördæmi þar sem flokkurinn fær 3,7 prósent. Það er hins vegar minnst í Suðurkjördæmi þar sem hreyfingin fær 0.9 prósent.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður, þar sem formaður flokksins Svandís Svavarsdóttir er oddviti og þingflokksformaðurinn Orri Páll Jóhannsson í öðru sæti, er flokkurinn með þrjú prósent. Í hinu Reykjavíkurkjördæminu er flokkurinn með 3,1 prósent.

Í suðvesturkjördæmi þar sem varformaður flokksins Guðmundur Ingi Guðbrandsson er í oddvitasætinu er flokkurinn með 1,6 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×