Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:30 Mikaela Shiffrin er sigursælasti skíðamaður sögunnar í heimsbikarnum en hún hefur unnið 99 mót á ferlinum. Getty/Alexander Hassenstein Bandariska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin datt illa í heimsbikarnum í gær og endaði daginn upp á sjúkrahúsi. Hún var í forystu í risasvigi eftir fyrstu ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði út í öryggisgrindverki. Shiffrin hélt kyrru fyrir í nokkurn tíma á meðan var hugað að henni. Hún var síðan tekin í burtu á sjúkrasleða og veifaði þá til áhorfenda. Shiffrin fór síðan á sjúkrahús. Mikaela Shiffrin's hope of recording her 100th World Cup win is ended by an unexpected fall 💔We send our best wishes and hope Mikaela is okay 🫶 pic.twitter.com/Oj3gFTZEPb— Eurosport (@eurosport) November 30, 2024 Þetta hefði verið sögulegur sigur því Shiffrin var með hundraðasta heimsbikarsigurinn sinn í augsýn. Engin skíðakarl eða -kona hafa unnið fleiri heimsbikarmót og hún gæti því orðið fyrstu skíðamaðurinn til að vinna hundrað mót í heimsbikarnum á skíðum. Ólympíumeistarinn Sara Hector tryggði sér sigur í keppninni í gær en hugur hennar var hjá Shiffrin eftir keppni. „Þetta er auðvitað svo sorglegt að sjá Mikaelu lenda í þessum árekstri þegar hún að skíða svo vel. Það var sárt fyrir mig að sjá sem og fyrir alla hér, sagði Sara Hector. Shiffrin sendi áhyggjufullum aðdáendum skilaboð frá sjúkrabeðinu þar sem hún sagði að allt liti ágætlega út. „Það er ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ég get ekki hreyft mig af því að ég er með frekar stórt mar á hliðinni. Það var eitthvað sem stakk mig. Mér þykir leitt að hafa hrætt ykkur öll,“ sagði Shiffrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Quick update. Thank you for your cheers and support. Wishing the best of luck to my teammates tomorrow!! I’ll be cheering from the sidelines on this one.🙏❤️ pic.twitter.com/5siYwSFxMT— Mikaela Shiffrin ⛷️ (@MikaelaShiffrin) November 30, 2024 Skíðaíþróttir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sjá meira
Hún var í forystu í risasvigi eftir fyrstu ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði út í öryggisgrindverki. Shiffrin hélt kyrru fyrir í nokkurn tíma á meðan var hugað að henni. Hún var síðan tekin í burtu á sjúkrasleða og veifaði þá til áhorfenda. Shiffrin fór síðan á sjúkrahús. Mikaela Shiffrin's hope of recording her 100th World Cup win is ended by an unexpected fall 💔We send our best wishes and hope Mikaela is okay 🫶 pic.twitter.com/Oj3gFTZEPb— Eurosport (@eurosport) November 30, 2024 Þetta hefði verið sögulegur sigur því Shiffrin var með hundraðasta heimsbikarsigurinn sinn í augsýn. Engin skíðakarl eða -kona hafa unnið fleiri heimsbikarmót og hún gæti því orðið fyrstu skíðamaðurinn til að vinna hundrað mót í heimsbikarnum á skíðum. Ólympíumeistarinn Sara Hector tryggði sér sigur í keppninni í gær en hugur hennar var hjá Shiffrin eftir keppni. „Þetta er auðvitað svo sorglegt að sjá Mikaelu lenda í þessum árekstri þegar hún að skíða svo vel. Það var sárt fyrir mig að sjá sem og fyrir alla hér, sagði Sara Hector. Shiffrin sendi áhyggjufullum aðdáendum skilaboð frá sjúkrabeðinu þar sem hún sagði að allt liti ágætlega út. „Það er ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ég get ekki hreyft mig af því að ég er með frekar stórt mar á hliðinni. Það var eitthvað sem stakk mig. Mér þykir leitt að hafa hrætt ykkur öll,“ sagði Shiffrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Quick update. Thank you for your cheers and support. Wishing the best of luck to my teammates tomorrow!! I’ll be cheering from the sidelines on this one.🙏❤️ pic.twitter.com/5siYwSFxMT— Mikaela Shiffrin ⛷️ (@MikaelaShiffrin) November 30, 2024
Skíðaíþróttir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sjá meira