Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2024 18:50 Ekki eru allir sammála í Belgíu um gagnsemi löggjafarinnar. Vísir/Getty Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi, veikindadögum og lífeyrisgreiðslum eftir að ný lög þess efnis tóku gildi í dag. Í frétt Guardian segir að með lögunum sé búið að binda enda á mismunun gegn kynlífsverkafólki. Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir. Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Þar segir enn fremur að í maí hafi verið ákveðið að veita kynlífsverkafólki sömu réttindi á vinnumarkaði og öðru fólki. Það hafi verið gert í þeirri tilraun að binda enda á misnotkun og hagnýtingu. Lögin tóku svo gildi í dag og hefur kynlífsverkafólk því lagalega vernd og ráðningarsamning í kjölfarið. Slík löggjöf hefur ekki verið samþykkt neins staðar annars staðar í heiminum. Í frétt Guardian segir að tilgangur löggjafarinnar sé að eyða gráu svæði sem myndaðist í Belgíu þegar vændi var afglæpavætt. Á sama tíma og það var gert fékk kynlífsverkafólk enga vernd eða vinnuréttindi eins og atvinnuleysisbætur eða tryggingar. Mega neita Samkvæmt lögunum má kynlífsverkafólk neita því að sofa hjá hverjum sem er og sinna verkefnum sem þau vilja ekki sinna. Þá mega þau einnig hætta í miðjum klíðum þegar þeim hentar. Ekki má reka þau fyrir að slíka neitun. Þá segir einnig í lögunum að vinnuveitendur verði að vera með „góðan karakter“ og að þeir verði að starfa í Belgíu. Þá segir einnig að í vinnuaðstöðu fólks verði að vera neyðarhnappur, hrein rúmföt, sturtur og smokkar. Verndin nær ekki yfir þá sem vinna að heiman eða þau sem vinna við að fækka fötum eða búa til klám. Samtök kynlífsverkafólks í Belgíu segir löggjöfina „stórt skref fram á við“ og að með henni hafi misnotkun gegn kynlífsverkafólki verið eytt. Þrátt fyrir það sögðu þau að einnig væri hægt að nota löggjöfina til að draga úr eða eyða alveg vændi. „Við sjáum nú þegar að ákveðin sveitarfélög ætla að fela sig bak við orðin „öryggi“ og „hreinlæti“ í birtingu mjög strangra reglna í sveitarfélögunum sem gera kynlífsverkafólki nánast ómögulegt að vinna þar,“ er haft eftir sambandinu í frétt Guardian. Feminísk samtök mótmæla Þar segir einnig að einhver feminísk samtök hafi gagnrýnt löggjöfina. Þegar frumvarpið hafi verið lagt fyrst fram árið 2023 hafi Samtök frönskumælandi kvenna í Belgíu sagt það „katastrófískt“ fyrir ungar konur og þolendur mansals. „Að gera ráð fyrir því að vændi sé til staðar og að það þurfi að veita því vernd er að samþykkja þetta kynbundna ofbeldi og að hætta að berjast gegn því,“ sagði formaður samtakanna í viðtali við Le Soir.
Belgía Vændi Kynlíf Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira