Fótbolti

Fé­lagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Lecce stal óvænt stigi af Juventus í kvöld.
Lecce stal óvænt stigi af Juventus í kvöld. Ivan Romano/Getty Images

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður hjá Lecce í kvöld er liðið stal stigi af stórliði Juventus á dramatískan hátt í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fyrir leikinn sat Juventus í 6. sæti deildarinnar með 25 stig og með sigri hefði liðið jafnað Atalanta, Inter, Fiorentina og Lazio að stigum í 2.-6. sæti.

Andrea Cambiaso kom gestunum í Juventus yfir með marki á 68. mínútu og lengst af stefndi í að það yrði eina mark leiksins.

Varamaðurinn Ante Rebic hafði hins vegar aðrar hugmyndir og hann jafnaði metin fyrir heimamenn á þriðju mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Nikola Krstovic og tryggði heimamönnum dramatískt stig.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og Juventus situr enn í 6. sæti deildarinnar, nú með 26 stig eftir 14 leiki, en Lecce situr í 16. sæti með 13 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×