Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. desember 2024 12:10 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru ánægðar með klukkustundarlangan fyrsta fund í gær þar sem þær ákváðu að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefja stjórnarmyndunarviðræður í dag. Eitt af því sem rætt hefur verið um er fækkun ráðuneyta. Stjórnsýslufræðingur segir slíkt óheppilegt. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“ Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fól í gær Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún fundaði í gær á Alþingi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Ingu Sæland formanni Flokks fólksins. Flokkarnir þrír eru samtals með þrjátíu og sex þingmenn sem er rúmur meirihluti á Alþingi. Eftir fundinn í gær var tilkynnt að flokkarnir ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður og hefjast þær í dag. Þá var niðurstaða fundarins einnig að stefna að fækkun ráðuneyta. Þeim var fjölgað úr tíu í tólf þegar fráfarandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir breytingar á ráðuneytum geta tafið vinnu. „Það er óheppilegt vegna þess að hið nýja ráðuneyti, nýstofnuð ráðuneyti eða samsett eða sundruð þau geta þurft annað húsnæði en er til staðar. Það getur þurft að flytja. Síðan þurfa lögfræðingar ráðuneytisins þá mögulega að setja sig inn í nýja málaflokka, sleppa málaflokkum eða að koma að nýjum málaflokkum. Þegar þú breytir ráðuneytisskiptingunni þá er hætt við því afköst ráðuneytanna minnki verulega og þá kæmi það fyrir nýja ríkisstjórn sérstaklega niður á hraða lagabreytinganna og lagasamninga. Þannig að ráðuneytin gætu ekki framleitt eins mikið af nýjum lögum og annars væri.“ Fækkun ráðuneyta geti þó verið farsæl til lengri tíma litið. „Það orkar allt tvímælis sem gert er og það getur vel verið að þær breytingar sem eru í farvatninu séu þegar til lengri tíma er litið góðar.“ Gylfi Magnússon fyrrverandi efnahagsráðherra veltir líka fyrir sér fækkun ráðuneyta í hugleiðingu á Facebook. „Það er út af fyrir sig ágætt að taka til í þeirri flóru enda hafa orðið til mörg ansi skrýtin ráðuneyti undanfarin ár, sbr. „Menningar- og viðskiptaráðuneytið“, „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið“, „Mennta- og barnamálaráðuneytið“. Held að það mætti að ósekju færa mennta- og menningarmál aftur í eitt ráðuneyti (og barnamálin með grunn- og leikskólanum þar) og svo iðnað, nýsköpun og viðskipti í einhvers konar atvinnumálaráðuneyti. Þá fækkar um eitt ráðuneyti.“
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. 3. desember 2024 16:28