Halla Hrund og Karl Gauti oftast strikuð út í Suðurkjördæmi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. desember 2024 11:11 Strikað var yfir nafn Höllu Hrundar 192 sinnum en Karl Gauti fékk 146 útstrikanir. Næsti maður á lista fékk rúmlega hundrað færri útstrikanir. Vísir/Ívar/Vilhelm Fimm af sex oddvitum flokkanna sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi raða sér í efstu sæti listans yfir þá frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kosningum til alþingis. Oddviti flokksins sem er stærstur í kjördæminu er ekki þeirra á meðal. Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15 Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, var oftast strikuð út af lista af kjósendum flokksins í nýafstöðnum kosningum, 192 sinnum, samkvæmt gögnum frá yfirkjörstjórn í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason oddviti Miðflokksins var næstur, með 146 útstrikanir. Oddvitar á oddvita ofan Þau tvö bera af þegar kemur að fjölda útstrikana, en næsti maður á eftir Karli Gauta er Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sem var strikaður út 45 sinnum af kjósendum flokks síns. Þar á eftir kemur annar oddviti, Víðir Reynisson í Samfylkingunni, með 27 strik yfir nafn sitt á kjörseðlinum. Fast á hæla honum fylgir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og dómsmálaráðherra, en strikað var yfir nafn hennar af 25 kjósendum flokksins. Ásthildur Lóa sker sig úr Þarna sleppir þó þema toppsætanna, þar sem sjötti og síðasti oddvitinn í kjördæminu sem náði inn á þing raðar sér ekki við hlið hinna. Það er Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, en hún var strikuð út 15 sinnum, einu sinni sjaldnar en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins, er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis eftir kosningaúrslit helgarinnar. Hún var strikuð út 15 sinnum, sem getur ekki talist mjög mikið.Vísir/Vilhelm Hér að neðan má sjá útstrikanir efstu frambjóðenda þeirra flokka sem náðu inn á þing í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn: Halla Hrund Logadóttir - 192 Sigurður Ingi Jóhannsson - 18 Jóhann Friðrik Friðriksson - 16 Fida Abu Libdeh - 8 Viðreisn: Guðbrandur Einarsson - 45 Sandra Sigurðardóttir - 13 Mathias Bragi Ölvisson - 2 Sjálfstæðisflokkurinn: Guðrún Hafsteinsdóttir - 25 Vilhjálmur Árnason - 3 Ingveldur Anna Sigurðardóttir - 19 Gísli Stefánsson - 21 Flokkur fólksins: Ásthildur Lóa Þórsdóttir - 15 Sigurður Helgi Pálmason - 2 Elín Íris Fanndal Jónasdóttir - 3 Jónas Yngvi Ásgrímsson - 2 Miðflokkurinn: Karl Gauti Hjaltason - 146 Heiðbrá Ólafsdóttir - 5 Ólafur Ísleifsson - 21 Samfylkingin: Víðir Reynisson - 27 Ása Berglind Hjálmarsdóttir - 13 Sverrir Bergmann Magnússon - 11 Arna Ír Gunnarsdóttir - 15
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Sjá meira
Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Þó nokkrir frambjóðendur til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur voru strikaðir út af lista oftar en hundrað sinnum. Guðlaugur Þór Þórðarson var sá oddviti sem oftast var strikaður út, en Jón Gnarr fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi suður. 4. desember 2024 17:17