Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 15:07 Mótmælendur, sem margir hafa fengið synjun á greiðsluþátttöku, tóku höndum saman í sumar. getty Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“. Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Brian Thompson forstjóri UnitedHealthcare var skotinn til bana fyrir utan hótel á Manhattan-eyju í New York borg á miðvikudaginn þar sem Thompson var að halda árlega fjárfestaráðstefnu. Svo virðist sem voðaverkið hafi verið þaulskipulagt en á myndskeiði af atvikinu má sjá manninn bíða eftir Thompson áður en hann skýtur hann í bakið með skammbyssu með hljóðdeyfi. Morðinginn er nú talinn hafa haldið í rútu til Atlanta. Stóru miðlarnir vestanhafs beina nú kastljósinu á baráttu fólks gegn stóru tryggingafélögunum, sem velta billjörðum dala árlega á sama tíma og greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu er oft hafnað. Algengt er að við höfnun sé vísað til svokallaðs fyrirframleyfis (e. Prior authorisation), klásúlu í tryggingaskilmálum sem gerir tryggingafélögum kleift að skoða þá meðferð sem til greina kemur áður en greiðsluþátttaka er samþykkt. „Sendi samúðarkveðju og fyrirframleyfi“. Þessi kveðja er algeng meðal netverja sem margir hverjir virðast ekki hafa mikla samúð með forstjóranum Brian Thompson og fjölskyldu hans. Fyrirtækinu UnitedHealthcare og þeirra vinnubrögðum hefur lengi verið mótmælt. Á heitum sumardegi í Minesota í júlí síðastliðnum söfnuðust til að mynda fleiri en hundrað manns saman til að mótmæla tryggingaskilmálum sem leiða til þess að tryggðir sjúklingar fá höfnun um greiðsluþátttöku. „UnitedHealthcare hafnar þjónustu,“ stóð á skilti mótmælenda sem margir höfðu fengið höfnun á greiðsluþátttöku. Ellefu þeirra voru handteknir fyrir að stöðva umferð fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins. Mótmælendur stöðvuðu umferð fyrir utan höfuðstöðvarnar.getty „Þeim er synjað um þjónustu, og svo þurfa þau að fara í gegnum kæruferli sem er gríðarlega erfitt að hafa betur í,“ er haft eftir Unai Montes-Irueste, sem starfað hefur í hópi sjálboðaliða til hjálpar þeim sem standa í stappi við tryggingafélög. Frá Minesota í sumar.getty Þessi umræða hefur farið á flug eftir launmorðið sem mikið hefur verið fjallað um. Eins og áður segir er enn er leitað morðingjans, sem skildi eftir sig skilaboð á skothylkjum sem urðu eftir á vettvangi morðsins. Orðin „Defend“, „deny“ og „depose“ eða „Verja“, „tefja“ og „setja af“, stóðu á hylkjunum og er talið vísa til aðferða tryggingafélaga við synjun á bótaskyldu. Að öðru leyti er lítið vitað um mótíf morðingjans, sem einhverjir telja að sé atvinnumaður, ráðinn til þess að fremja verknaðinn. Fyrir liggur sömuleiðis að Thompson hafði fengið hótanir í aðdraganda morðsins. „Það höfðu verið einhverjar hótanir,“ tjáði eiginkona hans Paulette Thompson fjölmiðlum í síðustu viku. „Eitthvað tengt skorti á heilbrigðisþjónustu? Ég þekki ekki smáatriðin,“ er haft eftir henni. Í umfjöllun BBC er sömuleiðis haft eftir manni að nafni Philip Klein, sem sinnti öryggisgæslu Thopsson upp úr aldamótum. Hann kveðst forviða á því að forstjórinn hafi ekki verið með öryggisgæslu í New York. „Það er mikil reiði í Bandaríkjunum núna,“ er haft eftir Klein. „Fyrirtæki verða að vakna og átta sig á því að forsvarsmenn fyrirtækja gætu verið elt uppi á hverri stundu“.
Bandaríkin Heilsa Heilbrigðismál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent