Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. desember 2024 16:25 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir Meira magn af kviku virðist streyma úr dýpra kvikuhólfi með hverju gosinu, enda verður leiðin alltaf greiðfærari. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Dregið hefur úr virkni hægt og rólega síðustu daga og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. „Það hefur dregið smátt og smátt úr virkninni,“ segir Þorvaldur. „Líklegast er að þetta fjari út smátt og smátt og við förum í annað söfnunarferli, þar sem kvika safnast í þetta grynnra geymsluhólf á 5km dýpi undir Svartsengi. Endurtekið efni má segja.“ Mun meira magn kviku „Það sem er athyglisvert í stöðunni núna er að það sem safnaðist í geymsluhólfið áður en gosið byrjaði er töluvert minna en það sem hefur komið upp. Það söfnuðust fyrir um 25 milljónir rúmmetrar af kviku, miðað við það sem landrisið gaf til kynna, en síðast þegar við könnuðum var kvikan sem upp kom farin að nálgast 50 milljón rúmmetra. Það er því töluvert meira. “ Það sé ekki hægt að skýra þær breytingar með samþjöppun kviku, heldur sé kvika að koma úr dýpra geymsluhólfi alla leið til yfirborðs. „Það sem er merkilegt, svona í sögulegri þróun, er að leiðin fyrir þessa dýpri kviku verður alltaf greiðfærari, með hverju gosi. Nú eru menn að sjá landris sem hefur verið mun hægara en í fyrri gosum. Það er því lengri aðdragandi núna en í hinum gosunum. “ „Þannig að það flæðir úr dýpra hólfinu alveg til yfirborðs og einhver kvika er að safnast fyrir í grynnra hólfi. Söfnunin getur tekið yfir og þá hættir gosið en þetta getur alveg náð jafnvægi, og þá heldur gosið áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Þetta segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Dregið hefur úr virkni hægt og rólega síðustu daga og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. „Það hefur dregið smátt og smátt úr virkninni,“ segir Þorvaldur. „Líklegast er að þetta fjari út smátt og smátt og við förum í annað söfnunarferli, þar sem kvika safnast í þetta grynnra geymsluhólf á 5km dýpi undir Svartsengi. Endurtekið efni má segja.“ Mun meira magn kviku „Það sem er athyglisvert í stöðunni núna er að það sem safnaðist í geymsluhólfið áður en gosið byrjaði er töluvert minna en það sem hefur komið upp. Það söfnuðust fyrir um 25 milljónir rúmmetrar af kviku, miðað við það sem landrisið gaf til kynna, en síðast þegar við könnuðum var kvikan sem upp kom farin að nálgast 50 milljón rúmmetra. Það er því töluvert meira. “ Það sé ekki hægt að skýra þær breytingar með samþjöppun kviku, heldur sé kvika að koma úr dýpra geymsluhólfi alla leið til yfirborðs. „Það sem er merkilegt, svona í sögulegri þróun, er að leiðin fyrir þessa dýpri kviku verður alltaf greiðfærari, með hverju gosi. Nú eru menn að sjá landris sem hefur verið mun hægara en í fyrri gosum. Það er því lengri aðdragandi núna en í hinum gosunum. “ „Þannig að það flæðir úr dýpra hólfinu alveg til yfirborðs og einhver kvika er að safnast fyrir í grynnra hólfi. Söfnunin getur tekið yfir og þá hættir gosið en þetta getur alveg náð jafnvægi, og þá heldur gosið áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira