Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greinir frá þessu en kvikusöfnun er talin vera í gangi undir eldstöðinni og landris samhliða því. Aukinn hraði mældist á landrisinu upp úr miðju ári 2023.
Dregið úr virkni á Reykjanesi
Að sögn Veðurstofunnar eru skjálftar af þessari stærð ekki óalgengir í Bárðarbungu. Síðast urðu þar skjálftar um 5 að stærð þann 6. október og 3. september en sá stærsti var áðurnefndur skjálfti þann 21. apríl. Skjálftans varð ekki vart í byggð að þessu sinni, að sögn Veðurstofunnar.
Á sama tíma heldur eldgosið sem hófst þann 20. nóvember á Sundhnúksgígaröðinni áfram. Dregið hefur hægt úr virkni þess og samhliða því hefur dregið úr gosóróa undanfarna daga. Eini virki hraunjaðarinn er nú austan við gíginn nærri Fagradalsfjalli.