Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust á miðvikudag í síðustu viku, daginn eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands veitti Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboð til stjórnarmyndunar. Viðræðurnar hafa því staðið yfir í fimm daga en formennirnir tóku sér frí frá þeim í gær.
Landskjörstjórn kemur saman klukkan ellefu í fyrramálið til að úthluta þingsætum samkvæmt niðurstöðum alþingiskosninganna hinn 30. nóvember síðast liðinn en Alþingi þarf að koma saman innan tíu vikna frá kosningum.