Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 15:30 Vargöld hefur leikið íbúa Haítí grátt um árabil. AP/Odelyn Joseph Að minnsta kosti 110 manns voru myrtir í einhverju fátækasta hverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í nýlegu ódæði. Glæpamenn eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að leiðtogi glæpagengis varð sannfærður um að galdrar hefðu valdið banvænum veikindum sonar hans. Mannréttindasamtök segja ódæðið hafa byrjað í hverfinu á föstudaginn og mun það hafa beinst sérstaklega að eldra fólki sem grunað er um að hafa stundað vúdú. New York Times hefur þetta eftir forsvarsmönnum nokkurra mannréttindasamtaka frá Haítí. Íbúar Haítí hafa staðið fyrir mikilli vargöld á undanförnum árum og hafa hömlulausir glæpamenn myrt fjölmarga og framið fjölda ofbeldisbrota. Gengi stjórna til að mynda nær allri höfuðborginni. Sjá einnig: Vargöldin á Haítí versnar hratt Forsvarsmenn áðurnefndra mannréttindasamtaka segja Monel Felix, sem leiðir eitt af glæpagengjum Haítí, hafa skipað mönnum sínum að finna nornir og galdrakarla og myrða þau. Var það eftir að prestur sagði honum að veikindi sonar hans væru göldrum að kenna. Barnið dó á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti sextíu manns voru myrtir með sveðjum og hnífum á föstudaginn. Á laugardaginn voru svo fimmtíu myrtir til viðbótar. Langflest fórnarlömbin voru eldri en sextíu ára. Ungt fólk var líka myrt og í þeim tilfellum voru flestir að reyna að aðstoða eldra fólk sem myrt var af glæpamönnunum. Mörg lík voru brennd út á götu og þykir líklegt að tala látinna muni hækka. Blaðamaður NYT ræddi við íbúa í hverfinu sem staðfesti að morðin hefðu byrjað á föstudagskvöld og beinst að fólki sem átti að leggja stund á vúdú. Í einhverjum tilfellum voru fimm til sex myrtir á heimili. Vúdú er í raun trúarbrögð sem fylgdi þrælum frá Afríku til Haítí. Nánar má lesa um vúdú hér á Vísindavefnum. Talið er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Felix skipar glæpamönnum undi hans stjórn að myrða eldra fólk sem talið er stunda vúdú. Haítí Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Mannréttindasamtök segja ódæðið hafa byrjað í hverfinu á föstudaginn og mun það hafa beinst sérstaklega að eldra fólki sem grunað er um að hafa stundað vúdú. New York Times hefur þetta eftir forsvarsmönnum nokkurra mannréttindasamtaka frá Haítí. Íbúar Haítí hafa staðið fyrir mikilli vargöld á undanförnum árum og hafa hömlulausir glæpamenn myrt fjölmarga og framið fjölda ofbeldisbrota. Gengi stjórna til að mynda nær allri höfuðborginni. Sjá einnig: Vargöldin á Haítí versnar hratt Forsvarsmenn áðurnefndra mannréttindasamtaka segja Monel Felix, sem leiðir eitt af glæpagengjum Haítí, hafa skipað mönnum sínum að finna nornir og galdrakarla og myrða þau. Var það eftir að prestur sagði honum að veikindi sonar hans væru göldrum að kenna. Barnið dó á laugardagskvöldið. Að minnsta kosti sextíu manns voru myrtir með sveðjum og hnífum á föstudaginn. Á laugardaginn voru svo fimmtíu myrtir til viðbótar. Langflest fórnarlömbin voru eldri en sextíu ára. Ungt fólk var líka myrt og í þeim tilfellum voru flestir að reyna að aðstoða eldra fólk sem myrt var af glæpamönnunum. Mörg lík voru brennd út á götu og þykir líklegt að tala látinna muni hækka. Blaðamaður NYT ræddi við íbúa í hverfinu sem staðfesti að morðin hefðu byrjað á föstudagskvöld og beinst að fólki sem átti að leggja stund á vúdú. Í einhverjum tilfellum voru fimm til sex myrtir á heimili. Vúdú er í raun trúarbrögð sem fylgdi þrælum frá Afríku til Haítí. Nánar má lesa um vúdú hér á Vísindavefnum. Talið er að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Felix skipar glæpamönnum undi hans stjórn að myrða eldra fólk sem talið er stunda vúdú.
Haítí Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira