Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2024 15:52 Fangavörður gengur út úr rými í deild Ringerike-fangelsisins þar sem Anders Behring Breivik er haldið. Náttúrumyndir voru settar upp á veggjum eftir að Breivik kvartaði fyrst undan aðbúnaði sínum. Vísir/EPA Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Borgarþingsáfrýjunardómstóllinn í Osló tók mál Breivik fyrir í dag. Øystein Storrvik, lögmaður Breiviks, sagði þar að það jaðraði við að honum væri haldið í einangrun í Ringerike-fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í á fjórtánda ár. Breivik, sem er nú 45 ára gamall, sé að „staðna“ vegna skorts á mannlegum samskiptum. Þær takmarkanir sem hann sætir í fangelsinu séu umfram það sem áhættumat hans gefi tilefni til. Breivik hlaut 21 árs fangelsisdóm, sem hægt er að framlengja, fyrir að myrða 69 manns í sumarbúðum unglingahreyfingar Verkamannaflokksins á Útey og átta manns til viðbótar í Osló 22. júlí árið 2011. Naggrís sem heldur Breivik félagsskap í Ringrike-fangelsinu.Vísir/EPA Norska ríkisútvarpið segir að Breivik sé talinn of hættulegur til þess að umgangast samfanga sína en ennfremur er honum talinn stafa hætta af þeim. Ríkislögmaður sagði fyrir dómi að Breivik væri enn hættulegur og að hann sætti viðeigandi öryggisvistun í fangelsinu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Breivik sé ekki lengur ofbeldishneigður öfgahægrimaður,“ sagði Kristoffer Nerland, ríkislögmaður. Storrvik segir aðbúnað Breivik brjóta gegn skuldbindingum Noregs gagnvart mannréttindasáttmála Evrópu. Hafni áfrýjunardómstóllinn kröfu hans, líkt og neðra dómstig gerði fyrr á þessu ári, gæti hann látið á hana reyna fyrir hæstarétti Noregs eða Mannréttindadómstóli Evrópu. Noregur Erlend sakamál Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Borgarþingsáfrýjunardómstóllinn í Osló tók mál Breivik fyrir í dag. Øystein Storrvik, lögmaður Breiviks, sagði þar að það jaðraði við að honum væri haldið í einangrun í Ringerike-fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í á fjórtánda ár. Breivik, sem er nú 45 ára gamall, sé að „staðna“ vegna skorts á mannlegum samskiptum. Þær takmarkanir sem hann sætir í fangelsinu séu umfram það sem áhættumat hans gefi tilefni til. Breivik hlaut 21 árs fangelsisdóm, sem hægt er að framlengja, fyrir að myrða 69 manns í sumarbúðum unglingahreyfingar Verkamannaflokksins á Útey og átta manns til viðbótar í Osló 22. júlí árið 2011. Naggrís sem heldur Breivik félagsskap í Ringrike-fangelsinu.Vísir/EPA Norska ríkisútvarpið segir að Breivik sé talinn of hættulegur til þess að umgangast samfanga sína en ennfremur er honum talinn stafa hætta af þeim. Ríkislögmaður sagði fyrir dómi að Breivik væri enn hættulegur og að hann sætti viðeigandi öryggisvistun í fangelsinu. „Það er ekkert sem bendir til þess að Breivik sé ekki lengur ofbeldishneigður öfgahægrimaður,“ sagði Kristoffer Nerland, ríkislögmaður. Storrvik segir aðbúnað Breivik brjóta gegn skuldbindingum Noregs gagnvart mannréttindasáttmála Evrópu. Hafni áfrýjunardómstóllinn kröfu hans, líkt og neðra dómstig gerði fyrr á þessu ári, gæti hann látið á hana reyna fyrir hæstarétti Noregs eða Mannréttindadómstóli Evrópu.
Noregur Erlend sakamál Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Reyndi að svipta sig lífi og vill losna úr einangrun Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill losna úr einangrun. Hann hefur höfðað mál gegn norska ríkinu og segir aðstæður hans í fangelsi brjóta gegn mannréttindum en lögmaður hans sagði í gær að Breivik hefði reynt að svipta sig lífi í fangelsi. 8. janúar 2024 10:21