„Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. desember 2024 13:16 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist fagna niðurstöðu íbúakosningar um Heidelberg. Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelberg segir niðurstöðuna vonbrigði. Vísir Talsmaður Heidelberg segir að fyrirtækið hafi nú þegar eytt á annan milljarð króna við undirbúning á mölunarverksmiðju í Ölfusi. Niðurstaða íbúakosningar um verkefnið sé vonbrigði. Sannleikurinn hafi verið fórnarlamb í aðdraganda hennar. Bæjarstjóri Ölfuss fagnar að niðurstaðan sé trúverðug. Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelberg segir að fyrirtækið hafi í ljósi umræðu um verkefnið áttað sig á að því yrði hafnað. „Niðurstaðan er auðvitað vonbrigði. Við áttuðum okkur á í ljósi þeirrar heitu umræðu sem skapaðist um verkefnið á liðnum mánuðum að þetta yrði líklega niðurstaðan,“ segir Þorsteinn Hann segir að umræðan um verkefnið hafi að hluta til verið ómálefnaleg. „Þetta er ákveðin lífsreynsla að fara í gegnum í svona verkefni í sveitarfélagi. Umræður verða heitar og dregnar niður í pólitískar skotgrafir, þar verður sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið. Ýmislegt sem þar fór fram sem átti sér enga stoð í veruleikanum. Eitt af því var að starfsemin myndi hafa áhrif á fyrirhugað landeldi hjá First Water. Það kom hins vegar í ljós í athugun á því máli að starfsemin hefði engin áhrif á First Water,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að kostnaður vegna verkefnisins sé þegar orðinn umtalsverður en muni nýtast í framhaldinu. Nú verði unnið að því að finna aðra staðsetningu fyrir mölunarverksmiðjuna hér á landi. „Við höfum varið á annan milljarð í undirbúning verkefnisins í heild. Nú bara setjumst við aftur að teikniborðinu og skoðum hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn. Fagnar framkvæmdinni og lýðræðislegri niðurstöðu Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ánægður með framkvæmd íbúakosningarinnar í sveitarfélaginu um hvort þýska fyrirtækið fengi að reisa þar mölunarverksmiðju. „Ég er virkilega ánægður með hvernig til tókst í þessari atkvæðagreiðslu. Umræðan var heilt yfir málefnaleg og íbúar tóku sína ákvörðun. Mitt hlutverk var að sjá til þess að kosningin færi fram í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Það tókst mjög vel. Við erum mjög góða þátttöku þannig að ég tel niðurstöðuna bæði lýðræðislega og trúverðuga og fagna því,“ segir Elliði. Elliði segist ekki hafa gefið upp sína persónulega skoðun í málinu. „Mín persónulega skoðun skiptir nákvæmlega engu. Bæði ég og fimm af sjö bæjarfulltrúum ákváðum að fela íbúum valdið í þessari ákvörðunartöku. Í því ljósi að bæjarfulltrúar voru að framselja valdið til íbúa að þá hefði verið mjög furðulegt að þeir hefðu síðan farið að berjast fyrir ákveðinni niðurstöðu. Það voru tilraunir gerðar til að setja málið í pólitíska farvegi,“ segir hann. Elliði segir að Heidelberg hefði í upphafi skapað um 200 störf og áttatíu varanleg. Það sé þó nóg annað á döfinni í Ölfusi. „Stærstu verkefnin hér núna eru stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn. Það er verið að undirbúa gagnaver. Það eru gríðarlegar framkvæmdir varðandi laxeldi í landi. Það er uppbygging í sjávarútvegi. Það er vaxandi ferðaþjónusta. Þannig að okkur er hvergi í kot vísað,“ segir Elliði. Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Kæru vinir. Flokkur fólksins hefur lagt hjarta sitt í þessa kosningabaráttu, þar er allt undir. Ég hef lagt mig alla fram undanfarnar vikur, sem og mínir dásamlegu vinir og félagar á listanum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem með þrautseigju sinni og elju hefur unnið stórsigur, Sigurður Helgi Pálmason í öðru er fullkomnlega verðugur fulltrúi Reykjanesbæjar, bæjar sem rær lífróður og þarf nauðsynlega að fá sína rödd inn á Alþingi. 29. nóvember 2024 08:21 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. 27. nóvember 2024 08:40 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Meirihluti íbúa í Ölfusi eða sjötíu prósent hafnaði í íbúakosningu, að veita Heidelberg Matarials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju. „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelberg segir að fyrirtækið hafi í ljósi umræðu um verkefnið áttað sig á að því yrði hafnað. „Niðurstaðan er auðvitað vonbrigði. Við áttuðum okkur á í ljósi þeirrar heitu umræðu sem skapaðist um verkefnið á liðnum mánuðum að þetta yrði líklega niðurstaðan,“ segir Þorsteinn Hann segir að umræðan um verkefnið hafi að hluta til verið ómálefnaleg. „Þetta er ákveðin lífsreynsla að fara í gegnum í svona verkefni í sveitarfélagi. Umræður verða heitar og dregnar niður í pólitískar skotgrafir, þar verður sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið. Ýmislegt sem þar fór fram sem átti sér enga stoð í veruleikanum. Eitt af því var að starfsemin myndi hafa áhrif á fyrirhugað landeldi hjá First Water. Það kom hins vegar í ljós í athugun á því máli að starfsemin hefði engin áhrif á First Water,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að kostnaður vegna verkefnisins sé þegar orðinn umtalsverður en muni nýtast í framhaldinu. Nú verði unnið að því að finna aðra staðsetningu fyrir mölunarverksmiðjuna hér á landi. „Við höfum varið á annan milljarð í undirbúning verkefnisins í heild. Nú bara setjumst við aftur að teikniborðinu og skoðum hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn. Fagnar framkvæmdinni og lýðræðislegri niðurstöðu Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ánægður með framkvæmd íbúakosningarinnar í sveitarfélaginu um hvort þýska fyrirtækið fengi að reisa þar mölunarverksmiðju. „Ég er virkilega ánægður með hvernig til tókst í þessari atkvæðagreiðslu. Umræðan var heilt yfir málefnaleg og íbúar tóku sína ákvörðun. Mitt hlutverk var að sjá til þess að kosningin færi fram í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Það tókst mjög vel. Við erum mjög góða þátttöku þannig að ég tel niðurstöðuna bæði lýðræðislega og trúverðuga og fagna því,“ segir Elliði. Elliði segist ekki hafa gefið upp sína persónulega skoðun í málinu. „Mín persónulega skoðun skiptir nákvæmlega engu. Bæði ég og fimm af sjö bæjarfulltrúum ákváðum að fela íbúum valdið í þessari ákvörðunartöku. Í því ljósi að bæjarfulltrúar voru að framselja valdið til íbúa að þá hefði verið mjög furðulegt að þeir hefðu síðan farið að berjast fyrir ákveðinni niðurstöðu. Það voru tilraunir gerðar til að setja málið í pólitíska farvegi,“ segir hann. Elliði segir að Heidelberg hefði í upphafi skapað um 200 störf og áttatíu varanleg. Það sé þó nóg annað á döfinni í Ölfusi. „Stærstu verkefnin hér núna eru stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn. Það er verið að undirbúa gagnaver. Það eru gríðarlegar framkvæmdir varðandi laxeldi í landi. Það er uppbygging í sjávarútvegi. Það er vaxandi ferðaþjónusta. Þannig að okkur er hvergi í kot vísað,“ segir Elliði.
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29 Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Kæru vinir. Flokkur fólksins hefur lagt hjarta sitt í þessa kosningabaráttu, þar er allt undir. Ég hef lagt mig alla fram undanfarnar vikur, sem og mínir dásamlegu vinir og félagar á listanum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem með þrautseigju sinni og elju hefur unnið stórsigur, Sigurður Helgi Pálmason í öðru er fullkomnlega verðugur fulltrúi Reykjanesbæjar, bæjar sem rær lífróður og þarf nauðsynlega að fá sína rödd inn á Alþingi. 29. nóvember 2024 08:21 Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13 Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35 Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. 27. nóvember 2024 08:40 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Heidelberg hvergi af baki dottið Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. 9. desember 2024 19:29
Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Kæru vinir. Flokkur fólksins hefur lagt hjarta sitt í þessa kosningabaráttu, þar er allt undir. Ég hef lagt mig alla fram undanfarnar vikur, sem og mínir dásamlegu vinir og félagar á listanum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem með þrautseigju sinni og elju hefur unnið stórsigur, Sigurður Helgi Pálmason í öðru er fullkomnlega verðugur fulltrúi Reykjanesbæjar, bæjar sem rær lífróður og þarf nauðsynlega að fá sína rödd inn á Alþingi. 29. nóvember 2024 08:21
Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Þeir sem sátu íbúafund Heidelbergs í Þorlákshöfn í gær fóru margir heim fullvissir um framsögu Þorsteins Víglundssonar og annarra talsmanna fyrirtækisins, að verkefnið væri samfélagsvænt og umhverfisgrænt. 28. nóvember 2024 15:13
Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. 27. nóvember 2024 11:35
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. 27. nóvember 2024 08:40