Þingmaður myrtur í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2024 11:02 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. EPA/JOSE MENDEZ Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur gengið yfir Mexíkó að undanförnu og á það sérstaklega við nokkur héruð þar sem glæpasamtök eru áhrifamikil. Stjórnmálamenn verða ítrekað fyrir barðinu á glæpamönnum í Mexíkó og þá sérstaklega í tengslum við kosningar en tugir frambjóðenda voru myrtir í aðdraganda kosninga í sumar. Þá var borgarstjóri í Mexíkó afhöfðaður í október. Í frétt Reuters er haft eftir Sheinbaum að hún hafi skipað yfirmönnum öryggisstofnana að vinna með ríkisstjóra Veracruz til að ganga úr skugga um að morðinginn eða morðingjarnir finnist og þeim verði refsað. Í kjölfar þess að áðurnefndur borgarstjóri var myrtur opinberaði Sheinbaum nýja öryggisáætlun sína. Hún hefur einnig sýnt að hún sé viljugri en forveri sinni til að beita hernum og þjóðvarðliðum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Her Mexíkó hefur orðið mun áhrifameiri í landinu á undanförnum árum.AP/Felix Marquez File) Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Áhrif hersins í Mexíkó hafa aukist að undanförnu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sheinbaum tilkynnti á mánudaginn að sparnaður ríkisins við að loka óháðum eftirlitsstofnunum yrði varið í að hækka laun hermanna. Meðlimir stjórnarandstöðunnar og aðrir hafa gagnrýnt lokun þessara stofnan. Nýlegur skattur á farþega skemmtiferðaskipa á einnig að fara að mestu til hersins. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Umfangsmikil ofbeldisalda hefur gengið yfir Mexíkó að undanförnu og á það sérstaklega við nokkur héruð þar sem glæpasamtök eru áhrifamikil. Stjórnmálamenn verða ítrekað fyrir barðinu á glæpamönnum í Mexíkó og þá sérstaklega í tengslum við kosningar en tugir frambjóðenda voru myrtir í aðdraganda kosninga í sumar. Þá var borgarstjóri í Mexíkó afhöfðaður í október. Í frétt Reuters er haft eftir Sheinbaum að hún hafi skipað yfirmönnum öryggisstofnana að vinna með ríkisstjóra Veracruz til að ganga úr skugga um að morðinginn eða morðingjarnir finnist og þeim verði refsað. Í kjölfar þess að áðurnefndur borgarstjóri var myrtur opinberaði Sheinbaum nýja öryggisáætlun sína. Hún hefur einnig sýnt að hún sé viljugri en forveri sinni til að beita hernum og þjóðvarðliðum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Her Mexíkó hefur orðið mun áhrifameiri í landinu á undanförnum árum.AP/Felix Marquez File) Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Áhrif hersins í Mexíkó hafa aukist að undanförnu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sheinbaum tilkynnti á mánudaginn að sparnaður ríkisins við að loka óháðum eftirlitsstofnunum yrði varið í að hækka laun hermanna. Meðlimir stjórnarandstöðunnar og aðrir hafa gagnrýnt lokun þessara stofnan. Nýlegur skattur á farþega skemmtiferðaskipa á einnig að fara að mestu til hersins.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira