„Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. desember 2024 22:00 Ólafur Jónas Sigurðsson var ekki ánægður með vörn liðsins Vísir / Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði gegn Keflavík á útivelli 105-86. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn nánast allan leikinn og Ólafi Jónasi Sigurðssyni, þjálfari Stjörnunnar, fannst niðurstaðan sanngjörn. „Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
„Úrslitin gáfu hárrétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Nítján stig eru nítján stig en við vorum alltaf að hóta því að koma til baka en við vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn. Þetta var bara ein sending og opið skot sem var ekki nógu gott.“ „Ég var ánægður með að það komu allar stelpurnar inn á og gáfu allt í þetta og við fengum ýmislegt frá mörgum leikmönnum í kvöld,“ sagði Ólafur Jónas í viðtali beint eftir leik. Ólafur var ekki sáttur með varnarleik Stjörnunnar þar sem heimakonur gerðu 105 stig sem var of mikið að hans mati. „Við vorum búin að fara vel yfir þau atriði sem Keflavík gerir vel og því sem Keflavík er að leitast eftir en við gerðum ekki nógu vel gegn þeim og af hverju ekki er ómögulegt að segja. Við þurfum að skoða það betur og þetta var ekki nógu gott varnarlega. Sóknarlega hef ég ekki eins miklar áhyggjur en varnarlega þurfum við að fara að spýta í lófana.“ Stjarnan byrjaði síðari hálfleik af krafti og kom forskoti Keflavíkur undir tíu stig og Ólafur var ánægður með þann kafla hjá liðinu. „Þá fórum við að spila vörn og færslurnar voru góðar. Við vorum grimmar og ekki til baka eins og í fyrri hálfleik. Mér fannst við voðalega hræddar í fyrri hálfleik en breyttum því á þessum kafla og fengum blóð á tennurnar og fórum að gera betur en síðan fór vindurinn úr því.“ Aðspurður út í það hvort honum fannst Stjarnan fá einhver tækifæri í fjórða leikhluta til að ógna forskoti Keflavíkur var Ólafur ekki viss. „Ég hef ekki hugmynd um það. Mögulega voru einhver augnablik sem við hefðum geta gert betur en ég er ekki viss,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.
Stjarnan Bónus-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira