Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Pétur Guðmundsson skrifar 12. desember 2024 21:07 Jacob Falko skoraði 23 stig fyrir ÍR á Egilsstöðum í kvöld. vísir/Anton ÍR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig á Egilsstaði. ÍR vann leikinn með þremur stigum, 82-79, eftir mikla spennu í lokin. Liðið sem tapaði sex fyrstu leikjunum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Liðið hefur unnið alla leikina síðan að Borce Ilievski tók við. Liðin hafa verið á ólíkri vegferð síðustu misseri. Höttur búnir að tapa 3 í deild og 1 í bikar á síðustu vikum. Eftir að ÍR fór í þjálfarabreytingar hafa þeir tekið 3 sigra í deildinni fyrir leikinn í kvöld. Höttur byrjuðu mun betur og komust í 9-0 og virtust vel gíraðir í þennan leik. Frekar enn að taka leikhlé og fara yfir málin ákvað Borce að láta strákana sína bara spila og þeir söxuðu á forskot heimamanna. Ekki mikið skorað og staðan einungis 13-11 eftir 8 mínútna leik. ÍR-ingar voru skrefinu á eftir allan 1.leikhluta og staðan 15-13 að honum loknum. Í 2.leikhluta var svipað uppá teningnum, liðunum gekk illa að skora. Mikið um tapað bolta og dómararnir að leyfa talsverða hörku. Upplegg liðana var ólíkt, Höttur leitaði mikið inní teig að Nemanja Knezevic og þeir voru lengi að koma sér inn í aðgerðir. ÍR voru beinskeyttari, hlupu í bakið á Hattarmönnum eftir varnarfráköst og köttuðu á körfuna. Þessi orkumikli bolti skilaði þeim í forystu um miðjan leikhlutan, 29-27. Skotnýting liðana var ansi slök og ÍR-ingar að koma sér i villuvandræði í slagsmálunum við Nemanja. ÍR leiddi inn í hálfleikinn 34-37. Í 3.leikhluta kom loksins einhver sóknarleikur. Eitthvað virtist losna um í hálfleik og bæði leið fóru að einbeitta sér að því að skora. ÍR byrjuðu betur og breyttu stöðunni í 38-46 og þeim virtist líða mun betur með smá forskot. Obie og Nemanja minnkuðu muninn með smá áhlaupi. Hákon og Oscar settu stór skot og settu stöðuna í 51-56. Falko og Dani Koljanin áttu næsta áhlaupi og náðu að keyra forystuna upp í 12 stig, 53-65. Obie Trotter setti 2 þrista undir lok leikhlutans og lagaði stöðuna aðeins, 59-65. 4.leikhluti var sama upp á teningnum og í fyrri hálfleik. Baráttan í algleymi og körfuboltinn ekki áferðar fallegur. Höttur náði að vinna sig inn í leikinn og liðin skiptust á að skora. Adam setti stærðar körfu alveg í lok skotklukkunnar langt fyrir utan þriggja stiga línuna og náði að rífa húsið í gang. Eftir tapaðan bolta hjá ÍR-ingum setti David Ramos annan þrist og húsið læt heyra vel í sér. Staðan 70-70 og ÍR velur að taka leikhlé þegar 4.28 voru eftir og reyna að kæla niður héraðsmennina. Matej Kavas setti þrist beint út úr leikhléinu enn eftir var komið að Jacob Falko. Liðin skiptust á að skora og ÍR alltaf skrefinu á undan. Falko gerði 9 síðustu stig sinna manna og kláraði leikinn á vítalínunni. Höttur tóku leikhlé og héldu í síðustu sókn þegar 15 sekúndur voru eftir. Staðan 79-82 og Justin Roberts driplaði í hringi og úr varð neyðarskot sem geigaði. Bónus-deild karla Höttur ÍR
ÍR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig á Egilsstaði. ÍR vann leikinn með þremur stigum, 82-79, eftir mikla spennu í lokin. Liðið sem tapaði sex fyrstu leikjunum sínum hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Liðið hefur unnið alla leikina síðan að Borce Ilievski tók við. Liðin hafa verið á ólíkri vegferð síðustu misseri. Höttur búnir að tapa 3 í deild og 1 í bikar á síðustu vikum. Eftir að ÍR fór í þjálfarabreytingar hafa þeir tekið 3 sigra í deildinni fyrir leikinn í kvöld. Höttur byrjuðu mun betur og komust í 9-0 og virtust vel gíraðir í þennan leik. Frekar enn að taka leikhlé og fara yfir málin ákvað Borce að láta strákana sína bara spila og þeir söxuðu á forskot heimamanna. Ekki mikið skorað og staðan einungis 13-11 eftir 8 mínútna leik. ÍR-ingar voru skrefinu á eftir allan 1.leikhluta og staðan 15-13 að honum loknum. Í 2.leikhluta var svipað uppá teningnum, liðunum gekk illa að skora. Mikið um tapað bolta og dómararnir að leyfa talsverða hörku. Upplegg liðana var ólíkt, Höttur leitaði mikið inní teig að Nemanja Knezevic og þeir voru lengi að koma sér inn í aðgerðir. ÍR voru beinskeyttari, hlupu í bakið á Hattarmönnum eftir varnarfráköst og köttuðu á körfuna. Þessi orkumikli bolti skilaði þeim í forystu um miðjan leikhlutan, 29-27. Skotnýting liðana var ansi slök og ÍR-ingar að koma sér i villuvandræði í slagsmálunum við Nemanja. ÍR leiddi inn í hálfleikinn 34-37. Í 3.leikhluta kom loksins einhver sóknarleikur. Eitthvað virtist losna um í hálfleik og bæði leið fóru að einbeitta sér að því að skora. ÍR byrjuðu betur og breyttu stöðunni í 38-46 og þeim virtist líða mun betur með smá forskot. Obie og Nemanja minnkuðu muninn með smá áhlaupi. Hákon og Oscar settu stór skot og settu stöðuna í 51-56. Falko og Dani Koljanin áttu næsta áhlaupi og náðu að keyra forystuna upp í 12 stig, 53-65. Obie Trotter setti 2 þrista undir lok leikhlutans og lagaði stöðuna aðeins, 59-65. 4.leikhluti var sama upp á teningnum og í fyrri hálfleik. Baráttan í algleymi og körfuboltinn ekki áferðar fallegur. Höttur náði að vinna sig inn í leikinn og liðin skiptust á að skora. Adam setti stærðar körfu alveg í lok skotklukkunnar langt fyrir utan þriggja stiga línuna og náði að rífa húsið í gang. Eftir tapaðan bolta hjá ÍR-ingum setti David Ramos annan þrist og húsið læt heyra vel í sér. Staðan 70-70 og ÍR velur að taka leikhlé þegar 4.28 voru eftir og reyna að kæla niður héraðsmennina. Matej Kavas setti þrist beint út úr leikhléinu enn eftir var komið að Jacob Falko. Liðin skiptust á að skora og ÍR alltaf skrefinu á undan. Falko gerði 9 síðustu stig sinna manna og kláraði leikinn á vítalínunni. Höttur tóku leikhlé og héldu í síðustu sókn þegar 15 sekúndur voru eftir. Staðan 79-82 og Justin Roberts driplaði í hringi og úr varð neyðarskot sem geigaði.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti