Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Aron Guðmundsson skrifar 3. janúar 2025 08:02 Friðrik Ingi Rúnarsson á hliðarlínunni sem þjálfari Keflavíkur. Hann er nú tekinn við þjálfun karlaliðs Hauka Vísir/Pawel Cieslikiewicz Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta. Friðrik tekur við starfinu innan við mánuði eftir að hafa sagt upp störfum hjá kvennaliði Keflavíkur. Hann segir ákveðna hluti þar hafa verið í þannig farvegi að honum fannst skynsamlegast að óska eftir því að verða leystur undan störfum. Hann tekur nú við botnliði Bónus deildar karla og er aðdragandi þess að Friðrik er ráðinn þjálfari Hauka ekki langur. „Eins og hefur komið fram þá sagði ég starfi mínu lausu um miðjan desember hjá Keflavík. Svo fljótlega í kjölfarið á því höfðu Haukarnir samband við mig og ég lagðist undir feld og var í ágætis samskiptum við þá á meðan, kíkti á æfingar. Eitt leiddi af öðru og mér lýst bara mjög vel á þetta verkefni. Fannst margt spennandi við það,“ segir Friðrik Ingi í samtali við íþróttadeild. Haukar eru sem stendur á botni Bónus deildarinnar þegar að deildarkeppnin er hálfnuð en Friðrik Ingi sér möguleika í stöðunni hjá liðinu sem vann sína fyrstu tvo leiki í deildinni í síðasta mánuði. Haukar heimsækja Hött á Egilsstaði í kvöld. „Þarna er mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Íslenski hópurinn er talsvert ungur og unglingaflokkur félagsins með betri liðum, ef ekki besta lið landsins. Þarna eru leikmenn sem eru, margir hverjir, mjög spennandi. Ég tók líka eftir því þegar að ég kom, Emil Barja hafði gert mjög vel, að það var kominn fínn andi í hópinn. Ég fann að leikmenn voru auðmjúkir og höfðu meira gaman af þessu. Svo er það þessi áskorun, að fá að hlutast aðeins til. Ég geri mér alveg grein fyrir því að við svona aðstæður þarf að stíga varlega til jarðar en ég vona svo sannarlega að ég geti hjálpað, bæði liðinu og leikmönnum þess, að verða betri. Það verður markmið númer eitt, tvö og þrjú að vinna hægt og rólega í ákveðnum hlutum og svo sjáum við hvað gerist. Áskorunin er skemmtileg. Klárlega.“ Finnst þér það raunhæfur möguleiki að bjarga liðinu frá falli? „Já það er möguleiki. Það eru ellefu leikir eftir og fjögur stig í næstu lið fyrir ofan okkur. Vissulega erum við neðsta liðið og þurfum að koma tveimur liðum fyrir aftan okkur. Það er krefjandi en ansi verðugt en við verðum auðvitað að hafa ákveðna von í þessu öllu saman. Ég held að liðið hafi sýnt það núna í desember að það náði að spila ágætis bolta og náði meðal annars í tvo sigra. Sigurinn gegn ÍR var mjög mikilvægur. Það er allt hægt í þessu en við þurfum bara nálgast þetta með ákveðnum hætti. Njóta þess að gera hlutina saman. Þá getur ýmislegt gott gerst. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að vegferðin er grýtt. Það þarf að fara í gegnum ýmsar hindranir. Til að mynda geri ég alveg ráð fyrir því að eftir að liðið vann tvo leiki held ég að andstæðingarnir mæti aðeins öðruvísi gegn okkur. Það er hrós á leikmennina og liðið, þeir eru farnir að gera sig meira gildandi. Þetta verður mikil barátta og margir harðir leikir fram undan í þessari deild.“ „Ekki langt að sækja hann ef til kemur“ Varðandi mögulegar breytingar á leikmannahópi Hauka virðist lítið vera á döfinni. Félagið ákvað að slíta samstarfi sínu við erlendu leikmennina Steeve Ho You Fat og Tyson Jolly en samdi um leið við gamalkunnan vin í De'Sean Parsons. „Ráðist var í þessar breytingar áður en að ég kem að borðinu og ég hef í sjálfu sér ekki verið með neinar kröfur um það (að fá inn leikmenn). Ég veit ekki annað en að þetta verði bara sá hópur sem að við vinnum með. Það getur auðvitað tekið einhverjum breytingum en ég á ekkert sérstaklega von á því. Það hefur ekki verið rætt neitt sérstaklega.“ Emil Barja, aðalþjálfari kvennaliðs Hauka, stýrði karlaliðinu á meðan að þjálfaraleit stóð efir eftir að Maté Dalmay var sagt upp störfum og gerði vel. Ekki eru uppi hugmyndir um að hann verði áfram hluti af þjálfarateymi liðsins. Emil Barja er þjálfari kvennaliðs HaukaVísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er allavegana ekki langt að sækja hann ef til kemur. Við auðvitað hittumst á hverjum degi og maður á örugglega eftir að eiga í samskiptum við hann. Emil gerði mjög vel eftir að hafa komið inn á mjög erfiðum tíma. Haukamaður í gegn sem sinnti þessum skyldum sem félagsmaður alveg gríðarlega vel. Það ber að hrósa honum fyrir það. Emil er á góðum stað með kvennaliðið sitt og hörð barátta framundan þar. Hann mun einbeita sér að því en við erum saman í þessu allt félagið. Reynum að hjálpa hvor öðrum eins og við mögulega getum.“ Í fyrsta sinn á 40 ára ferli sem hann hættir á miðju tímabili Friðrik Ingi sagði upp störfum sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur um miðjan síðasta mánuð eftir að hafa tekið við þjálfun þess fyrir yfirstandandi tímabil. Keflavík hafði unnið allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili en er dottið úr leik í bikarkeppninni á yfirstandi tímabili og er sem stendur í þriðja sæti Bónus deildar kvenna. Af hverju gekk þetta ekki upp? „Það er góð spurning,“ svarar Friðrik Ingi. „Stundum er þetta bara þannig að hlutir ganga ekki alveg upp. Í þau skipti sem ég hef starfað hjá Keflavík hefur mér alltaf fundist mjög gott að vinna í Keflavík. Á í mjög miklum og góðum samskiptum við stjórnarmenn, áhorfendur og á mjög marga góða vini í Keflavík.“ „Það voru bara ákveðnir hlutir sem voru í þannig farvegi að mér fannst skynsamlegast að óska eftir því að verða leystur undan störfum. Ég held það hafi verið best fyrir báða aðila. Ég er búinn að vera í þessu lengi og þetta var í raun í fyrsta skipti á mínum fjörutíu ára ferli í þjálfun sem ég hætti á miðju tímabili en einu sinni er allt fyrst. Mér fannst þetta bara best, bæði fyrir mig og félagið. Ég ber engan kala til félagsins og óska því bara alls hins besta og hef um leið mikla trú á liðinu. Held að liðið eigi eftir að blanda sér verulega í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn og það kæmi mér ekkert á óvart ef liðið myndi vinna þann stóra í vor.“ Er einhver eftirsjá varðandi það að hafa tekið þetta starf að sér á sínum tíma? „Nei alls ekki. Lífið er fullt af áskorunum. Maður tekst bara á við hverja raun og yfirleitt er það nú þannig að þegar að maður tekur ákvarðanir þá eru þær réttar. Svo verður maður bara stöðugt að meta hlutina. Svo snýst þetta svolítið um að standa með sjálfum sér. Ég ákvað að stíga fast niður í lappirnar, standa með sjálfum mér og óska eftir því að fá að fara.“ Haukar heimsækja Hött í Bónus deild karla í kvöld og er það fyrsti leikur liðsins undir stjórn Friðriks Inga. Leikurinn hefst klukkan sjö og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Bónus Deildin 1 rásinni. Bónus-deild karla Haukar Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Hann tekur nú við botnliði Bónus deildar karla og er aðdragandi þess að Friðrik er ráðinn þjálfari Hauka ekki langur. „Eins og hefur komið fram þá sagði ég starfi mínu lausu um miðjan desember hjá Keflavík. Svo fljótlega í kjölfarið á því höfðu Haukarnir samband við mig og ég lagðist undir feld og var í ágætis samskiptum við þá á meðan, kíkti á æfingar. Eitt leiddi af öðru og mér lýst bara mjög vel á þetta verkefni. Fannst margt spennandi við það,“ segir Friðrik Ingi í samtali við íþróttadeild. Haukar eru sem stendur á botni Bónus deildarinnar þegar að deildarkeppnin er hálfnuð en Friðrik Ingi sér möguleika í stöðunni hjá liðinu sem vann sína fyrstu tvo leiki í deildinni í síðasta mánuði. Haukar heimsækja Hött á Egilsstaði í kvöld. „Þarna er mikið af ungum og efnilegum leikmönnum. Íslenski hópurinn er talsvert ungur og unglingaflokkur félagsins með betri liðum, ef ekki besta lið landsins. Þarna eru leikmenn sem eru, margir hverjir, mjög spennandi. Ég tók líka eftir því þegar að ég kom, Emil Barja hafði gert mjög vel, að það var kominn fínn andi í hópinn. Ég fann að leikmenn voru auðmjúkir og höfðu meira gaman af þessu. Svo er það þessi áskorun, að fá að hlutast aðeins til. Ég geri mér alveg grein fyrir því að við svona aðstæður þarf að stíga varlega til jarðar en ég vona svo sannarlega að ég geti hjálpað, bæði liðinu og leikmönnum þess, að verða betri. Það verður markmið númer eitt, tvö og þrjú að vinna hægt og rólega í ákveðnum hlutum og svo sjáum við hvað gerist. Áskorunin er skemmtileg. Klárlega.“ Finnst þér það raunhæfur möguleiki að bjarga liðinu frá falli? „Já það er möguleiki. Það eru ellefu leikir eftir og fjögur stig í næstu lið fyrir ofan okkur. Vissulega erum við neðsta liðið og þurfum að koma tveimur liðum fyrir aftan okkur. Það er krefjandi en ansi verðugt en við verðum auðvitað að hafa ákveðna von í þessu öllu saman. Ég held að liðið hafi sýnt það núna í desember að það náði að spila ágætis bolta og náði meðal annars í tvo sigra. Sigurinn gegn ÍR var mjög mikilvægur. Það er allt hægt í þessu en við þurfum bara nálgast þetta með ákveðnum hætti. Njóta þess að gera hlutina saman. Þá getur ýmislegt gott gerst. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að vegferðin er grýtt. Það þarf að fara í gegnum ýmsar hindranir. Til að mynda geri ég alveg ráð fyrir því að eftir að liðið vann tvo leiki held ég að andstæðingarnir mæti aðeins öðruvísi gegn okkur. Það er hrós á leikmennina og liðið, þeir eru farnir að gera sig meira gildandi. Þetta verður mikil barátta og margir harðir leikir fram undan í þessari deild.“ „Ekki langt að sækja hann ef til kemur“ Varðandi mögulegar breytingar á leikmannahópi Hauka virðist lítið vera á döfinni. Félagið ákvað að slíta samstarfi sínu við erlendu leikmennina Steeve Ho You Fat og Tyson Jolly en samdi um leið við gamalkunnan vin í De'Sean Parsons. „Ráðist var í þessar breytingar áður en að ég kem að borðinu og ég hef í sjálfu sér ekki verið með neinar kröfur um það (að fá inn leikmenn). Ég veit ekki annað en að þetta verði bara sá hópur sem að við vinnum með. Það getur auðvitað tekið einhverjum breytingum en ég á ekkert sérstaklega von á því. Það hefur ekki verið rætt neitt sérstaklega.“ Emil Barja, aðalþjálfari kvennaliðs Hauka, stýrði karlaliðinu á meðan að þjálfaraleit stóð efir eftir að Maté Dalmay var sagt upp störfum og gerði vel. Ekki eru uppi hugmyndir um að hann verði áfram hluti af þjálfarateymi liðsins. Emil Barja er þjálfari kvennaliðs HaukaVísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er allavegana ekki langt að sækja hann ef til kemur. Við auðvitað hittumst á hverjum degi og maður á örugglega eftir að eiga í samskiptum við hann. Emil gerði mjög vel eftir að hafa komið inn á mjög erfiðum tíma. Haukamaður í gegn sem sinnti þessum skyldum sem félagsmaður alveg gríðarlega vel. Það ber að hrósa honum fyrir það. Emil er á góðum stað með kvennaliðið sitt og hörð barátta framundan þar. Hann mun einbeita sér að því en við erum saman í þessu allt félagið. Reynum að hjálpa hvor öðrum eins og við mögulega getum.“ Í fyrsta sinn á 40 ára ferli sem hann hættir á miðju tímabili Friðrik Ingi sagði upp störfum sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur um miðjan síðasta mánuð eftir að hafa tekið við þjálfun þess fyrir yfirstandandi tímabil. Keflavík hafði unnið allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili en er dottið úr leik í bikarkeppninni á yfirstandi tímabili og er sem stendur í þriðja sæti Bónus deildar kvenna. Af hverju gekk þetta ekki upp? „Það er góð spurning,“ svarar Friðrik Ingi. „Stundum er þetta bara þannig að hlutir ganga ekki alveg upp. Í þau skipti sem ég hef starfað hjá Keflavík hefur mér alltaf fundist mjög gott að vinna í Keflavík. Á í mjög miklum og góðum samskiptum við stjórnarmenn, áhorfendur og á mjög marga góða vini í Keflavík.“ „Það voru bara ákveðnir hlutir sem voru í þannig farvegi að mér fannst skynsamlegast að óska eftir því að verða leystur undan störfum. Ég held það hafi verið best fyrir báða aðila. Ég er búinn að vera í þessu lengi og þetta var í raun í fyrsta skipti á mínum fjörutíu ára ferli í þjálfun sem ég hætti á miðju tímabili en einu sinni er allt fyrst. Mér fannst þetta bara best, bæði fyrir mig og félagið. Ég ber engan kala til félagsins og óska því bara alls hins besta og hef um leið mikla trú á liðinu. Held að liðið eigi eftir að blanda sér verulega í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn og það kæmi mér ekkert á óvart ef liðið myndi vinna þann stóra í vor.“ Er einhver eftirsjá varðandi það að hafa tekið þetta starf að sér á sínum tíma? „Nei alls ekki. Lífið er fullt af áskorunum. Maður tekst bara á við hverja raun og yfirleitt er það nú þannig að þegar að maður tekur ákvarðanir þá eru þær réttar. Svo verður maður bara stöðugt að meta hlutina. Svo snýst þetta svolítið um að standa með sjálfum sér. Ég ákvað að stíga fast niður í lappirnar, standa með sjálfum mér og óska eftir því að fá að fara.“ Haukar heimsækja Hött í Bónus deild karla í kvöld og er það fyrsti leikur liðsins undir stjórn Friðriks Inga. Leikurinn hefst klukkan sjö og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Bónus Deildin 1 rásinni.
Bónus-deild karla Haukar Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira