Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 12:03 Steinunn Þórðardóttir, formaðru Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina. Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“ Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur kynnt samninginn fyrir félagsmönnum síðan komist var að samkomulagi. Kosning félagsmanna um samninginn hófst á mánudag og mun ljúka á morgun. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir að nú þegar hafi um 60 prósent félagsmanna tekið þátt í kosningunni. Hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur enda löng og mikil vinna að baki. „Ferlið er búið að vera gífurlega langt og hófst í rauninni um leið og síðasti kjarasamningur var undirritaður, þá fór ýmislegt í verkáætlun. Það var sem sagt árið 2023 um vorið og við erum búin að vera vinna í þessu alveg síðan. Þetta er búið að vera löng vegferð og mjög mikil vinna. Síðasti samningur sem við gerðum var til eins árs og við litum á hann sem ákveðið vopnahlé, þar sem hann var stuttur og vorum ekki að ná öllum okkar kröfum þar.“ Læknum verði vonandi ekki þrælað út lengur Að mati Steinunnar mun samningurinn breyta landslagi lækna á vinnumarkaði. „Aðal áherslan er á betri vinnutíma, á styttingu vinnuvikunnar niður í 36 tíma og líka svolítið á það að allar okkar vaktir gangi upp í þessa 36 klukkutíma vinnuskyldu, sem var ekki raunin. Við vorum mörg hver að taka vaktirnar í rauninni ofan á 40 tíma vinnuviku og það taldist ekki inn í vinnutímann. Ég tel að vinnuframlag okkar sé sýnilegra og það sé erfiðara að píska læknum út. Við erum auðvitað að vonast til þess að fólk muni hækka við sig starfshlutfall þau sem eru í hlutastarfi sem er stór hópur og auðvitað erum við að vonast til þess að fólk sem býr erlendis muni finnast samningurinn aðlagandi og þeta muni valda því að við fáum fleiri hendur hingað til lands.“ Eruð þið vongóð um að læknar erlendis muni snúa aftur heim til landsins? „Já við erum það og ég tel þennan samning vera mjög jákvæðan varðandi okkar starfsumhverfi og þetta nær þessu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og að vera ekki þrælað út eins og margir læknar hafa upplifað í starfsumhverfi hérlendis. Við erum að setja upp ákveðnar girðingar gagnvart því í þessum samningi.“ Sumir hafi lýst yfir áhyggjum Þó að um mikinn sigur sé að ræða og bætt kjör fyrir lækna viðurkennir Steinunn að áhyggjur og gagnrýni hafi sprottið upp hjá sumum meðlimum félagsins sem sé eðlilegt þegar að breytingar eru á annað borð. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af varðandi styttingu vinnuvikunnar að það muni hafa áhrif á þjónustu því við vitum öll að læknar eru ekki nægilega margir í landinu. Fólk hefur áhyggjur af efndum til dæmis að yfirvinna verði ekki greidd og annað það hefur viljað brenna við. Við höfum ekki fengið hana borgaða og það þarf að fylgjast vel með því í framkvæmdinni. Mikilvægt hafi verið að gera málamiðlanir við samningsgerðina. „Síðan þurftum við að færa ákveðin verðmæti til sem að ég held að sé mjög þekkt í kjarasamningum, meðal annars til að hækka grunnlaunin sem var krafa frá okkar fólki. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvar þeim sé best niðurkomnnir. Þegar tveir aðilar semja þarf alltaf að koma til móts við báða.“
Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Landspítalinn Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira