HM í pílu hefst í dag: Öld Luke-anna runnin upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2024 09:01 Luke Humphries og Luke Littler þykja líklegir til að drottna yfir pílukastinu næstu árin. getty/Zac Goodwin HM í pílukasti er órjúfanlegur hluti jólanna hjá mörgum. Og veislan hefst í dag þegar fyrstu pílunum á 32. heimsmeistaramótinu í greininni verður kastað í Alexandra höllinni í London. Augu flestra beinast að nöfnunum, Luke Littler og heimsmeistaranum Luke Humphries. Littler var senuþjófur heimsmeistaramótsins 2024 en þessi sextán ára kjarnorkukrakki frá Warrington vann hvern andstæðinginn á fætur öðrum þar til Humphries stöðvaði hann loks í úrslitunum. Littler hefur nýtt sér meðbyrinn og unnið hvert mótið á eftir öðru á þessu ári. Alls hefur hann unnið tíu mót en aðeins þrír menn hafa afrekað það á einu ári. Og það engir smákallar: Michael van Gerwen, Phil Taylor og Peter Wright. Titlar sem Luke Littler hefur unnið á árinu Bahrain Masters Players Championship 1 Belgian Open Austrian Open Premier League Poland Masters Players Championship 15 World Series of Darts Finals Players Championship 20 Grand Slam of Darts Það er líka svo að veðbankar telja Littler líklegastan til að vinna HM og lyfta Sid Waddell bikarnum 3. janúar næstkomandi. En Humphries ætlar ekki að gefa titilinn svo glatt eftir enda hefur hann líka átt stórgott ár. Hann mætir til leiks í kvöld en hann etur kappi við sigurvegarann í leik Thibaults Tricole og Joes Comito. „Þeir tveir, Luke Littler og Humphries, hafa raðað inn titlum á þessu ári. Það eru margir sem spá því að Littler eigi möguleika á heimsmeistaratitlinum en það eru aðeins fleiri sem spá því að Humphries vinni aftur. Svo eru menn sem eru að sýna tennurnar aftur, eins og van Gerwen og Wright. Og Gary Anderson líka. Hann hefur spilað frábærlega á þessu ári,“ sagði Helgi Pjetur Jóhannsson sem mun ásamt öðrum lýsa heimsmeistaramótinu á Vodafone Sport. Aldrei skal vanmeta Skotanna Gary Anderson og Peter Wright.getty/Arne Dedert Humphries hefur fylgt heimsmeistaratitlinum vel eftir sem er ekki sjálfgefið. Margir hafa unnið titilinn og ekki tekist að fylgja því eftir. „Hann er eiginlega fyrsti leikmaðurinn síðan Phil Taylor sem á svona rosalega gott ár eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn. Það er svo algengt að menn vinni titilinn og fylgi því ekki eftir. Það er mikil pressa sem fylgir, bæði utanaðkomandi og líka sem þeir setja á sjálfa sig. Við sáum það með Michael Smith sem datt heldur betur niður eftir að hafa orðið heimsmeistari,“ sagði Helgi. Humphries hefur Sid Waddell bikarinn á loft.Vísir/Getty „Það er ótrúlegt að sjá hversu traustur og stöðugur Humphries er. Kannski græðir hann á því hversu mikla athygli Littler fær. Augun beinast kannski ekki jafn mikið að honum og ef Littler hefði ekki komið til sögunnar.“ Tíu efstu menn heimslistans Luke Humphries Michael Smith Michael van Gerwen Luke Littler Rob Cross Dave Chisnall Jonny Clayton Stephen Bunting Damon Heta Gerwyn Price Helgi segir að við munum líklega sjá keppni milli Luke-anna um stóru titlana næstu árin. Littler er aðeins sautján ára og Humphries 29 ára sem þykir ekki hár aldur í pílukastinu. „Ekki spurning. Ég held að flestir spái því að miðað við það sem Littler hefur sýnt okkur, að komast í úrslit í fyrra, vinna alla þessa stóru titla og sigra Humphries í úrslitum úrvalsdeildarinnar og fleiri úrslitaleikjum, að þetta verði keppni milli þeirra áfram,“ sagði Helgi sem segir að hugarfar Humphries komi honum langt. Þá hugsi hann betur um sig en margir keppendur fyrri ára. Humphries mætir til leiks strax í kvöld en Littler keppir ekki fyrr en á laugardaginn. Hann mætir þá sigurvegaranum úr leik Ryans Meikle og Fallons Sherrock.getty/Jonathan Brady „Hann ber rosalega mikla virðingu fyrir öllum og er góð fyrirmynd fyrir píluna. Og þessi kynslóð hugar betur að sjálfum sér, andlega og líkamlega. Áfengisdrykkja hefur verið samofin pílukastinu en margir af þessum bestu kösturum núna eru lausir við það. Þeir eru miklu meiri íþróttamenn en áður. Pílukast snýst líka mikið um andlega hlutann. Þú þarft að vera fáránlega sterkur á taugum í hápressuleikjum.“ Heimsmeistarar síðustu tíu ára 2024: Luke Humphries (vann Luke Littler, 7-4) 2023: Michael Smith (vann Michael van Gerwen, 7-4) 2022: Peter Wright (vann Michael Smith, 7-5) 2021: Gerwyn Price (vann Gary Anderson, 7-3) 2020: Peter Wright (vann Michael van Gerwen, 7-3) 2019: Michael van Gerwen (vann Michael Smith, 7-3) 2018: Rob Cross (vann Phil Taylor, 7-2) 2017: Michael van Gerwen (vann Gary Anderson, 7-3) 2016: Gary Anderson (vann Adrian Lewis, 7-5) 2015: Gary Anderson (vann Phil Taylor, 7-6) Alltaf eru einhverjir keppendur sem koma á óvart og blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn, eins og Littler gerði í fyrra. „Ég er mjög spenntur fyrir Mike De Decker. Þetta er Belgi sem hefur komið sterkur inn og vann stóran titil nýlega,“ sagði Helgi og vísaði til sigurs De Deckers á World Grand Prix þar sem hann sigraði Humphries í úrslitum. Mike De Decker vann World Grand Prix í október.getty/Nathan Stirk „Hann þarf ekki að spila í 1. umferð og er í þokkalega þægilegum hluta mótsins. Hann er í sama hluta og Humphries og gæti mætt honum. Hann gæti komið á óvart og komist langt. Menn tala líka um Peter Wright, að hann sé útbrunninn en hann gæti komið á óvart. Hann hefur stigið mikið upp að undanförnu og ég held að hann eigi fullt inni. Hver veit nema hann taki þriðja titilinn sinn?“ Helgi var einnig beðinn um að nefna nokkuð óþekkta keppendur til að fylgjast með á HM. „Það er alltaf gaman að fylgjast með Japönum eins og Tomoya Goto. Hann sýndi rosalega skemmtilega hluti í fyrra og það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái langt,“ sagði Helgi. Tomoya Goto vann einn leik á HM í fyrra.getty/Paul Harding „Líka Wesley Plaisier frá Hollandi. Hann er Luke Humphries-megin í drættinum. Hann hefur gert góða hluti hjá WDF samtökunum en færði sig svo yfir til PDC. Hann getur í raun unnið alla og er rosalega góður skorari,“ sagði Helgi Pjetur að lokum. Bein útsending frá fyrsta degi heimsmeistaramótsins í pílukasti hefst klukkan 18:55 á Vodafone Sport í kvöld. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Vodafone Sport. Fyrsti keppnisdagur HM 1. umferð Thibault Tricole - Joe Comito Jermaine Wattimena - Stefan Bellmont Kim Huybrechts - Keane Barry 2. umferð Luke Humphries - Tricole/Comito Pílukast Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Evans farinn frá Njarðvík Aldís með níu mörk í naumum sigri Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Sjá meira
Littler var senuþjófur heimsmeistaramótsins 2024 en þessi sextán ára kjarnorkukrakki frá Warrington vann hvern andstæðinginn á fætur öðrum þar til Humphries stöðvaði hann loks í úrslitunum. Littler hefur nýtt sér meðbyrinn og unnið hvert mótið á eftir öðru á þessu ári. Alls hefur hann unnið tíu mót en aðeins þrír menn hafa afrekað það á einu ári. Og það engir smákallar: Michael van Gerwen, Phil Taylor og Peter Wright. Titlar sem Luke Littler hefur unnið á árinu Bahrain Masters Players Championship 1 Belgian Open Austrian Open Premier League Poland Masters Players Championship 15 World Series of Darts Finals Players Championship 20 Grand Slam of Darts Það er líka svo að veðbankar telja Littler líklegastan til að vinna HM og lyfta Sid Waddell bikarnum 3. janúar næstkomandi. En Humphries ætlar ekki að gefa titilinn svo glatt eftir enda hefur hann líka átt stórgott ár. Hann mætir til leiks í kvöld en hann etur kappi við sigurvegarann í leik Thibaults Tricole og Joes Comito. „Þeir tveir, Luke Littler og Humphries, hafa raðað inn titlum á þessu ári. Það eru margir sem spá því að Littler eigi möguleika á heimsmeistaratitlinum en það eru aðeins fleiri sem spá því að Humphries vinni aftur. Svo eru menn sem eru að sýna tennurnar aftur, eins og van Gerwen og Wright. Og Gary Anderson líka. Hann hefur spilað frábærlega á þessu ári,“ sagði Helgi Pjetur Jóhannsson sem mun ásamt öðrum lýsa heimsmeistaramótinu á Vodafone Sport. Aldrei skal vanmeta Skotanna Gary Anderson og Peter Wright.getty/Arne Dedert Humphries hefur fylgt heimsmeistaratitlinum vel eftir sem er ekki sjálfgefið. Margir hafa unnið titilinn og ekki tekist að fylgja því eftir. „Hann er eiginlega fyrsti leikmaðurinn síðan Phil Taylor sem á svona rosalega gott ár eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn. Það er svo algengt að menn vinni titilinn og fylgi því ekki eftir. Það er mikil pressa sem fylgir, bæði utanaðkomandi og líka sem þeir setja á sjálfa sig. Við sáum það með Michael Smith sem datt heldur betur niður eftir að hafa orðið heimsmeistari,“ sagði Helgi. Humphries hefur Sid Waddell bikarinn á loft.Vísir/Getty „Það er ótrúlegt að sjá hversu traustur og stöðugur Humphries er. Kannski græðir hann á því hversu mikla athygli Littler fær. Augun beinast kannski ekki jafn mikið að honum og ef Littler hefði ekki komið til sögunnar.“ Tíu efstu menn heimslistans Luke Humphries Michael Smith Michael van Gerwen Luke Littler Rob Cross Dave Chisnall Jonny Clayton Stephen Bunting Damon Heta Gerwyn Price Helgi segir að við munum líklega sjá keppni milli Luke-anna um stóru titlana næstu árin. Littler er aðeins sautján ára og Humphries 29 ára sem þykir ekki hár aldur í pílukastinu. „Ekki spurning. Ég held að flestir spái því að miðað við það sem Littler hefur sýnt okkur, að komast í úrslit í fyrra, vinna alla þessa stóru titla og sigra Humphries í úrslitum úrvalsdeildarinnar og fleiri úrslitaleikjum, að þetta verði keppni milli þeirra áfram,“ sagði Helgi sem segir að hugarfar Humphries komi honum langt. Þá hugsi hann betur um sig en margir keppendur fyrri ára. Humphries mætir til leiks strax í kvöld en Littler keppir ekki fyrr en á laugardaginn. Hann mætir þá sigurvegaranum úr leik Ryans Meikle og Fallons Sherrock.getty/Jonathan Brady „Hann ber rosalega mikla virðingu fyrir öllum og er góð fyrirmynd fyrir píluna. Og þessi kynslóð hugar betur að sjálfum sér, andlega og líkamlega. Áfengisdrykkja hefur verið samofin pílukastinu en margir af þessum bestu kösturum núna eru lausir við það. Þeir eru miklu meiri íþróttamenn en áður. Pílukast snýst líka mikið um andlega hlutann. Þú þarft að vera fáránlega sterkur á taugum í hápressuleikjum.“ Heimsmeistarar síðustu tíu ára 2024: Luke Humphries (vann Luke Littler, 7-4) 2023: Michael Smith (vann Michael van Gerwen, 7-4) 2022: Peter Wright (vann Michael Smith, 7-5) 2021: Gerwyn Price (vann Gary Anderson, 7-3) 2020: Peter Wright (vann Michael van Gerwen, 7-3) 2019: Michael van Gerwen (vann Michael Smith, 7-3) 2018: Rob Cross (vann Phil Taylor, 7-2) 2017: Michael van Gerwen (vann Gary Anderson, 7-3) 2016: Gary Anderson (vann Adrian Lewis, 7-5) 2015: Gary Anderson (vann Phil Taylor, 7-6) Alltaf eru einhverjir keppendur sem koma á óvart og blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn, eins og Littler gerði í fyrra. „Ég er mjög spenntur fyrir Mike De Decker. Þetta er Belgi sem hefur komið sterkur inn og vann stóran titil nýlega,“ sagði Helgi og vísaði til sigurs De Deckers á World Grand Prix þar sem hann sigraði Humphries í úrslitum. Mike De Decker vann World Grand Prix í október.getty/Nathan Stirk „Hann þarf ekki að spila í 1. umferð og er í þokkalega þægilegum hluta mótsins. Hann er í sama hluta og Humphries og gæti mætt honum. Hann gæti komið á óvart og komist langt. Menn tala líka um Peter Wright, að hann sé útbrunninn en hann gæti komið á óvart. Hann hefur stigið mikið upp að undanförnu og ég held að hann eigi fullt inni. Hver veit nema hann taki þriðja titilinn sinn?“ Helgi var einnig beðinn um að nefna nokkuð óþekkta keppendur til að fylgjast með á HM. „Það er alltaf gaman að fylgjast með Japönum eins og Tomoya Goto. Hann sýndi rosalega skemmtilega hluti í fyrra og það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái langt,“ sagði Helgi. Tomoya Goto vann einn leik á HM í fyrra.getty/Paul Harding „Líka Wesley Plaisier frá Hollandi. Hann er Luke Humphries-megin í drættinum. Hann hefur gert góða hluti hjá WDF samtökunum en færði sig svo yfir til PDC. Hann getur í raun unnið alla og er rosalega góður skorari,“ sagði Helgi Pjetur að lokum. Bein útsending frá fyrsta degi heimsmeistaramótsins í pílukasti hefst klukkan 18:55 á Vodafone Sport í kvöld. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Vodafone Sport. Fyrsti keppnisdagur HM 1. umferð Thibault Tricole - Joe Comito Jermaine Wattimena - Stefan Bellmont Kim Huybrechts - Keane Barry 2. umferð Luke Humphries - Tricole/Comito
Bahrain Masters Players Championship 1 Belgian Open Austrian Open Premier League Poland Masters Players Championship 15 World Series of Darts Finals Players Championship 20 Grand Slam of Darts
Luke Humphries Michael Smith Michael van Gerwen Luke Littler Rob Cross Dave Chisnall Jonny Clayton Stephen Bunting Damon Heta Gerwyn Price
2024: Luke Humphries (vann Luke Littler, 7-4) 2023: Michael Smith (vann Michael van Gerwen, 7-4) 2022: Peter Wright (vann Michael Smith, 7-5) 2021: Gerwyn Price (vann Gary Anderson, 7-3) 2020: Peter Wright (vann Michael van Gerwen, 7-3) 2019: Michael van Gerwen (vann Michael Smith, 7-3) 2018: Rob Cross (vann Phil Taylor, 7-2) 2017: Michael van Gerwen (vann Gary Anderson, 7-3) 2016: Gary Anderson (vann Adrian Lewis, 7-5) 2015: Gary Anderson (vann Phil Taylor, 7-6)
1. umferð Thibault Tricole - Joe Comito Jermaine Wattimena - Stefan Bellmont Kim Huybrechts - Keane Barry 2. umferð Luke Humphries - Tricole/Comito
Pílukast Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Evans farinn frá Njarðvík Aldís með níu mörk í naumum sigri Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Sjá meira