Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 15:15 Fráfarandi forseti neitar að fara úr embætti og krefst nýrra kosninga. EPA Mikheil Kavelashvili var í dag kjörinn forseti Georgíu. Hann var einn í framboði. Hann er sagður hallur undir Kremlið og andvígur áframhaldandi aðildarviðræðum landsins að Evrópusambandinu. Kavelashvili var forsetaefni flokksins Georgíska draumsins sem bar sigur úr býtum í umdeildum þingkosningum sem fóru fram þar í landi 26. október. Niðurstöðum kosninganna hefur verið mótmælt stöðugt og harkalega síðan og hefur Georgíski draumurinn verið sakaður um kosningasvindl. Guardian greinir frá. Stjórnarandstaðan hefur sniðgengið þingið síðan niðurstöður kosninganna lágu fyrir og fráfarandi forseti, Salome Zourabishvili, neitar að fara úr embætti. Krafist er nýrra kosninga án svindlsins meinta og áhrifa frá nágrannalandinu til norðurs. Í Georgíu er forseti kjörinn af þingi kjörmanna sem er samsettur af þingmönnum og sveitarstjórnafulltrúum. Af 225 kjörmönnum greiddu 224 atkvæði með Kavelashvili sem var, líkt og kom fram, einn í framboði. Á meðan kosningin fór fram hrannaðist upp hópur mótmælenda fyrir utan þinghúsið í Tíblisi, höfuðborg landsins. Mikheil Kavelashvili á sjálfur langan feril í knattspyrnu að baki sér og var meðal annars framherji í liði Manchester City um tíma. Hann lék einnig lengi í efstu deild svissnesks fótbolta. Hann var kjörinn á þing fyrir hönd Georgíska draumsins árið 2016. Hann hefur sakað Vesturlönd um að kynda undir skautun og öfgavæðingu í georgísku samfélagi. Georgía Tengdar fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. 27. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Kavelashvili var forsetaefni flokksins Georgíska draumsins sem bar sigur úr býtum í umdeildum þingkosningum sem fóru fram þar í landi 26. október. Niðurstöðum kosninganna hefur verið mótmælt stöðugt og harkalega síðan og hefur Georgíski draumurinn verið sakaður um kosningasvindl. Guardian greinir frá. Stjórnarandstaðan hefur sniðgengið þingið síðan niðurstöður kosninganna lágu fyrir og fráfarandi forseti, Salome Zourabishvili, neitar að fara úr embætti. Krafist er nýrra kosninga án svindlsins meinta og áhrifa frá nágrannalandinu til norðurs. Í Georgíu er forseti kjörinn af þingi kjörmanna sem er samsettur af þingmönnum og sveitarstjórnafulltrúum. Af 225 kjörmönnum greiddu 224 atkvæði með Kavelashvili sem var, líkt og kom fram, einn í framboði. Á meðan kosningin fór fram hrannaðist upp hópur mótmælenda fyrir utan þinghúsið í Tíblisi, höfuðborg landsins. Mikheil Kavelashvili á sjálfur langan feril í knattspyrnu að baki sér og var meðal annars framherji í liði Manchester City um tíma. Hann lék einnig lengi í efstu deild svissnesks fótbolta. Hann var kjörinn á þing fyrir hönd Georgíska draumsins árið 2016. Hann hefur sakað Vesturlönd um að kynda undir skautun og öfgavæðingu í georgísku samfélagi.
Georgía Tengdar fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. 27. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. 27. nóvember 2024 20:07