Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2024 08:31 Blinken á fundi utanríkisráðherranna í Jórdaníu í gær. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd. Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Í frétt BBC segir að Bandaríkin hafi sérstaklega rætt við hópinn um framtíð blaðamannsins Austin Tice sem fannst í Sýrlandi en hafði verið týndur í tólf ár. Fjallað er um málið á vef BBC en þar segir að Blinken hafi verið að ræða framtíð Sýrlands í Jórdaníu með fulltrúum frá nokkrum Arabaríkjum, Tyrklandi og Evrópu. Þar hafi embættismenn samþykkt að styðja við friðsamleg valdaskipti í landinu og að fulltrúi Jórdaníu hafi ítrekað að stjórnvöld í héraðinu vilji ekki sjá öngþveiti aftur í Sýrlandi. Utanríkisráðherra Írak nefndi í þessu samhengi Líbíu og það ástand sem skapaðist þar eftir að Gaddafi var fjarlægður frá völdum. Í sameiginlegri tilkynningu var kallað eftir því að ný ríkisstjórn í Sýrlandi myndi viðurkenni réttindi minnihlutahópa og yrði ekki bækistöð hryðjuverkahópa. Utanríkisráðherra Tyrklands, Hakan Fidan, kallaði eftir því að stofnanir sem þegar eru til staðar yrðu varðveittar og endurbættar. „Aldrei leyfa hryðjuverkum að misnota þetta breytingartímabil. Og við verðum að stilla saman aðgerðir okkar og læra af mistökum okkar í fortíðinni,“ sagði Hakan við þetta tilefni samkvæmt fréttastofu Reuters. Enginn frá Sýrlandi tók þátt í þessum umræðum í Jórdaníu og ekki fulltrúar heldur frá Íran eða Rússlandi sem eru þau ríki sem helst styrktu Assad fjárhagslega á meðan hann var við völd.
Sýrland Bandaríkin Tyrkland Jórdanía Joe Biden Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12
Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48