Orkuverð til bænda hafi allt að tvöfaldast Árni Sæberg skrifar 16. desember 2024 09:11 Gunnlaugur Karlsson er forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Vísir Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir raforkuverð til garðyrkjubænda hafa hækkað um allt að hundrað prósent á örfáum árum. Haldi þróunin áfram gætu bændur lagt upp laupana. Þetta sagði Gunnlaugur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Hann segir verðhækkanir á raforku hafa komið aftan að öllum fyrirtækjum landsins og raunar öllum sem nota raforku. Þær séu til komnar vegna breytts fyrirkomulags á sölu Landsvirkjunar og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Hækkar að meðaltali um fjórðung Gunnlaugur segir að áhrif á garðyrkjubændur sé að meðaltali 25 prósent hækkun raforkuverðs nú um áramótin. Ýmsar plöntur þurfi ljós á daginn þegar verðið sé miklu hærra og fari enn hækkandi. „Þetta er þá í rauninni á örfáum árum, þessi hluti af orkunni, um hundrað prósent hækkun. Og þetta er ekki það versta. Nú erum við að tala um 2025 og það er bara 2025. Menn hafa enga framtíðarsýn, svo mun þetta bara hækka enn meira. Það er verið að bjóða þjóðinni upp á það að við vitum ekkert hvað rafmagnið kostar árið 2026 og svo framvegis.“ Ekki endalaust hægt að velta hækkunum út í verðlagið Gunnlaugur segir áhrif verðhækkana á raforku birtast fyrst hjá heimilunum. Þau þurfi að greiða hærra verð fyrir raforkuna sjálfa og allt sem framleitt er með notkun rafmagns. Þá segir hann að ekki sé endilega hægt að hækka verð á framleiddum vörum til þess að mæta hækkandi raforkuverði. „Þetta getur haft þau áhrif að einhverjir verði ekki samkeppnishæfir og verði bara að hætta. Við erum í rauninni að sópa út einhverjum greinum. Þetta hefur auðvitað áhrif á kostnað við reksturinn og þó að menn hafi verið útsjónarsamir, aukið framleiðni, náð meiri árangri, verið með betri lýsingu og aukið framleiðni í sínum gróðurhúsum, til dæmis, þá eru auðvitað einhver takmörk á því hversu lengi þetta getur haldið áfram svona.“ Landbúnaður Verðlag Orkumál Bítið Garðyrkja Tengdar fréttir Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta sagði Gunnlaugur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: Hann segir verðhækkanir á raforku hafa komið aftan að öllum fyrirtækjum landsins og raunar öllum sem nota raforku. Þær séu til komnar vegna breytts fyrirkomulags á sölu Landsvirkjunar og skorts á orku. „Nú er kominn svo mikill skortur að þessir smásölusamningar, það vantar orku inn í þá, þá rýkur verðið upp. Í stað þess að hækka sína gjaldskrá, gera einhverjar breytingar á henni eins og verið hefur, vísitöluþróun eða eitthvað slíkt, þá fóru þeir þá leið að búa til eitthvað skrifborð úti í bæ, sem einhver fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins situr við. Ég kalla það nú gullslegið skrifborð. Þar fer orkan í gegn og þetta heitir orðið uppboðsmarkaður.“ Hækkar að meðaltali um fjórðung Gunnlaugur segir að áhrif á garðyrkjubændur sé að meðaltali 25 prósent hækkun raforkuverðs nú um áramótin. Ýmsar plöntur þurfi ljós á daginn þegar verðið sé miklu hærra og fari enn hækkandi. „Þetta er þá í rauninni á örfáum árum, þessi hluti af orkunni, um hundrað prósent hækkun. Og þetta er ekki það versta. Nú erum við að tala um 2025 og það er bara 2025. Menn hafa enga framtíðarsýn, svo mun þetta bara hækka enn meira. Það er verið að bjóða þjóðinni upp á það að við vitum ekkert hvað rafmagnið kostar árið 2026 og svo framvegis.“ Ekki endalaust hægt að velta hækkunum út í verðlagið Gunnlaugur segir áhrif verðhækkana á raforku birtast fyrst hjá heimilunum. Þau þurfi að greiða hærra verð fyrir raforkuna sjálfa og allt sem framleitt er með notkun rafmagns. Þá segir hann að ekki sé endilega hægt að hækka verð á framleiddum vörum til þess að mæta hækkandi raforkuverði. „Þetta getur haft þau áhrif að einhverjir verði ekki samkeppnishæfir og verði bara að hætta. Við erum í rauninni að sópa út einhverjum greinum. Þetta hefur auðvitað áhrif á kostnað við reksturinn og þó að menn hafi verið útsjónarsamir, aukið framleiðni, náð meiri árangri, verið með betri lýsingu og aukið framleiðni í sínum gróðurhúsum, til dæmis, þá eru auðvitað einhver takmörk á því hversu lengi þetta getur haldið áfram svona.“
Landbúnaður Verðlag Orkumál Bítið Garðyrkja Tengdar fréttir Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07
Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. 12. desember 2024 13:30