Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2024 14:02 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, sat í kjarnahóp starfshóps um stefnu og aðgerðir í skaðaminnkun. vísir/Arnar Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“ Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“
Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira