Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 22:50 Logi Bergmann er eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og búsettur í Washington. Vísir/Samsett Logi Bergmann, fjölmiðlamaður og eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir það ólíklegt að dularfull flygildi sem skotið hafa upp kollinum í skjóli nætur í New Jersey-ríki séu í heimsókn frá öðrum hnetti. Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína. Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Logi er búsettur í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, og hefur fylgst með fréttaflutningi af þessum huldufullu fljúgandi fyrirbærum sem herjað hafa á íbúa og fengið samsærisspekúlanta til að klóra sér í kollinum. Hann segir helstu kenningar um uppruna þeirra því miður ansi hversdagslegar. „Helstu kenningarnar eru þær að þetta sé bara eitthvað fólk að fljúga drónum. Því miður. Geimverurnar eru ekki að koma og ef þær kæmu þá kæmu þær sennilega ekki í hópum og hringsóluðu bara um með öllum þessum drónahljóðum,“ segir hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Bandaríkjamenn leita skýringa Fréttir af flygildunum hófu að berast um miðjan nóvember. Þau birtast gjarnan nokkur saman og þykja stór af flygildum að vera. Þau hafa skotið upp kollinum og lýst upp næturhimininn víða um ríkið. Íbúar hafa ókyrrst og leitað skýringa á ljósunum á himni. Bandarísk stjórnvöld hafa gefið út að málið sé á þeirra borði og að það yrði tekið föstum tökum. John Kirby talsmaður þjóðaröryggisráðs sagði til að mynda á blaðamannafundi í vikunni að ýmislegt benti til þess að flygildin væru mörg hver mönnuð loftför í fullum rétti í bandarískri lofthelgi Þessum ummælum hefur þó ekki tekist að kæfa niður samsæriskenningarnar sem farið hafa eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Sumir telja flygildin á vegum Írana og að þeir komi allir frá móðurskipi á Atlantshafi úti. Engin ummerki um slíkt móðurskip hefur þó fundist. Aðrir telja Kínverja, eða þá Rússa, standa að flygildaferðunum. Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið og gaf samsæriskenningasmiðum byr undir báða á samfélagsmiðlum á dögunum. „Getur þetta virkilega verið að gerast án vitundar ríkisstjórnarinnar? Ég held nú síður. Upplýsið almenning strax. Ellegar skjótið þá niður!“ skrifaði hann. Frekar hrekkjóttir áhugamannahópar en Kínverjar Ríkisstjórar fyrrverandi, bæði í New Jersey og Maryland, hafa einnig birt myndir af flygildum á flugi yfir heimili sín. Logi segir allt benda til þess að skýringin sé einföld. „Það fyrsta sem öllum dettur í hug eru Kínverjar. En einfalda skýringin er yfirleitt skýringin. Ég held að þetta sé bara að það er gaman að fljúga dróna og gaman að fljúga í hóp. Ég held að þetta sé bara fólk að stelast til að fljúga drónum,“ segir hann. „Ég held að ef geimverurnar kæmu þá væru þær klárari með þetta. Fyrst þær gætu komið hingað væru þær örugglega ósýnilegar,“ segir hann þá í kímni en bætir við að flygildunum eigi líklega bara eftir að fjölga upp úr þessu. Fjölmiðlaumfjöllunin hafi verið mikil og hún sé líkleg til að sannfæra alla sem flygildi geta valdið til að laumast út í skjóli nætur og hrella nágranna sína.
Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira