Þórskonur unnu þá sameiginlegt lið Þórs úr Þorlákshöfn og Hamars. Heimakonur unnu leikinn á endanum með níu stiga mun, 82-73.
Norðankonur hafa unnið alla sex heimaleiki sína í vetur og þetta var enn fremur fimmti deildarsigur liðsins í röð.
Sigurinn skilar Þórsliðinu upp í fjórtán stig og þar með við hlið Keflavíkur og Tindastóls þegar liðin fara í jólafrí.
Það stefndi þó í allt öðruvísi leik því gestirnir frá Suðurlandinu unnu fyrsta leikhlutann 29-18.
Norðankonur svöruðu því með því að vinna annan leikhlutann 29-8 og þær litu ekki til baka eftir það.
Amandine Toi skoraði 22 stig og Eva Wium Elíasdóttir var með 18 stig og 11 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Þór Ak. í kvöld. Natalia Lalic skoraði 17 stig og Madison Sutton var með 19 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar.
Abby Claire Beeman var með þrennu hjá gestunum, skoraði 18 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hana Ivanusa var með 13 stig og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir skoraði 10 stig.