RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2024 09:14 Hlutdeild Ríkisútvarpsins hefur aldrei verið eins mikil og núna en hún óx úr 20 í 22 prósent. vísir/vilhelm Tekjur fjölmiðla dragast saman meðan hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hefur aldrei verið eins mikil. Samkvæmt Hagstofunni drógust tekjur fjölmiðla saman um fjögur prósent á árinu 2023. Lækkunina má alfarið rekja til samdráttar í auglýsingatekjum, en þær lækkuðu um 12 prósent milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af notendum aðeins um 1,6 prósent og er þar líklega verið að vísa til áskriftatekna og styrkja frá ríkinu. „Stærstur hluti tekna fjölmiðla er fenginn frá notendum, um 62%, á móti 38% af auglýsingum eða 18,7 milljarðar króna í notendatekjur á móti 11,4 milljörðum í auglýsingatekjur.“ Þá kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins í tekjum fjölmiðla hafi aukist lítilsháttar á milli ára, þær fóru úr 26 prósentum í 27 prósent en á sama tíma óx auglýsingahlutdeild RÚV úr 20 prósentum í 22 prósent. „Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 87% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2023.“ Skáskot úr umfjöllun Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla.hagstofan Hagstofan segir að eftir lítillegan vöxt fjölmiðlatekna í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafi tekjur fjölmiðla dregist saman á ný, reiknað á raunvirði. Tekjur fjölmiðla árið 2023 drógust saman um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. „Samdrátturinn stafar alfarið af minni auglýsingatekjum sem minnkuðu um 1,6 milljarða króna. Tekjur af notendum árið 2023 jukust lítillega eða um 300 milljónir króna. Stóran hluta minni auglýsingatekna má rekja til þess að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt á fyrri hluta ársins en blaðið var á meðal stórtækustu aðila á auglýsingamarkaði.“ Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum jókst á meðan milli áranna 2022 og 2023 og fór úr 20 prósent í 22 prósent. „Á sama tíma fór hlutur þess í auglýsingatekjum sjónvarps úr 56% í 57% en var óbreyttur í hljóðvarpi eða 37%. Frá árinu 2010 hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla aukist um þrjú prósentustig, eða farið úr 19% í 22%, og 12 prósentustig í sjónvarpi eða úr 45% í 57%. Á sama tíma hefur hlutur þess í auglýsingatekjum hljóðvarps dregist saman um fimm prósentustig eða farið úr 42% í 37%.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Samkvæmt Hagstofunni drógust tekjur fjölmiðla saman um fjögur prósent á árinu 2023. Lækkunina má alfarið rekja til samdráttar í auglýsingatekjum, en þær lækkuðu um 12 prósent milli ára. Á sama tíma jukust tekjur af notendum aðeins um 1,6 prósent og er þar líklega verið að vísa til áskriftatekna og styrkja frá ríkinu. „Stærstur hluti tekna fjölmiðla er fenginn frá notendum, um 62%, á móti 38% af auglýsingum eða 18,7 milljarðar króna í notendatekjur á móti 11,4 milljörðum í auglýsingatekjur.“ Þá kemur fram að hlutdeild Ríkisútvarpsins í tekjum fjölmiðla hafi aukist lítilsháttar á milli ára, þær fóru úr 26 prósentum í 27 prósent en á sama tíma óx auglýsingahlutdeild RÚV úr 20 prósentum í 22 prósent. „Fimm stærstu aðilar á fjölmiðlamarkaði tóku til sín 87% af samanlögðum tekjum fjölmiðla árið 2023.“ Skáskot úr umfjöllun Hagstofunnar um tekjur fjölmiðla.hagstofan Hagstofan segir að eftir lítillegan vöxt fjölmiðlatekna í kjölfar kórónaveirufaraldursins hafi tekjur fjölmiðla dregist saman á ný, reiknað á raunvirði. Tekjur fjölmiðla árið 2023 drógust saman um 1,3 milljarða króna frá fyrra ári. „Samdrátturinn stafar alfarið af minni auglýsingatekjum sem minnkuðu um 1,6 milljarða króna. Tekjur af notendum árið 2023 jukust lítillega eða um 300 milljónir króna. Stóran hluta minni auglýsingatekna má rekja til þess að útgáfu fríblaðsins Fréttablaðsins var hætt á fyrri hluta ársins en blaðið var á meðal stórtækustu aðila á auglýsingamarkaði.“ Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum jókst á meðan milli áranna 2022 og 2023 og fór úr 20 prósent í 22 prósent. „Á sama tíma fór hlutur þess í auglýsingatekjum sjónvarps úr 56% í 57% en var óbreyttur í hljóðvarpi eða 37%. Frá árinu 2010 hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla aukist um þrjú prósentustig, eða farið úr 19% í 22%, og 12 prósentustig í sjónvarpi eða úr 45% í 57%. Á sama tíma hefur hlutur þess í auglýsingatekjum hljóðvarps dregist saman um fimm prósentustig eða farið úr 42% í 37%.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira