„Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 22:20 Strákarnir hans Rúnars Inga Erlingssonar hafa tapað tveimur leikjum í röð, gegn tveimur efstu liðum Bónus deildar karla. vísir/diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að herslumuninn hefði vantað hjá hans mönnum gegn toppliði Stjörnunnar í Bónus deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu leikinn, 90-100. „Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
„Þetta var held ég góður körfuboltaleikur og rosa barátta, upp og niður. Við enduðum fyrri hálfleikinn kannski ekki alveg nógu vel. Þeir náðu að búa til forystu. Við vorum alltaf að hóta og með leikinn í jafnvægi en náðum aldrei að jafna og komast yfir,“ sagði Rúnar eftir leikinn. „Ég get talað um „pick og roll“ vörnina okkar sem gekk upp á köflum. Svo voru þeir klókir og nýttu sér það að við vorum ekki alveg nógu klárir að fara yfir hindranir. Dom [Dominykas Milka] er í smá svæðisvörn að loka teignum. Það lokar á ýmislegt en gefur annað. Þeir voru töffarar og settu stór skot á lykil augnablikum.“ Rúnar hefði viljað sjá betri frammistöðu frá dómurum leiksins í kvöld. „Ég legg nú ekki í vana minn að kvarta yfir dómurum en það voru nokkrir lykildómar þegar munurinn var sex eða sjö stig. Þetta eru dómar sem breyta augnablikinu. Ég á í nokkuð góðum samskiptum við þá og þeir nánast afsökuðu meðdómara sinn. Við biðjum bara um meiri stöðugleika. Ég garga á mína menn sem gera fullt af mistökum en við þurfum að takast á við afleiðingarnar,“ sagði Rúnar. „Við hefðum líka getað lokað betur á þá. Eitt varnarfrákast til eða frá. Það eru mörg lítil atriði sem vega rosalega þungt á síðustu fjórum mínútunum sem verður til þess að það verður út um leikinn þegar ein og hálf er eftir.“ Í síðustu umferð tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli, liðinu í 2. sæti deildarinnar. Rúnari fannst Njarðvíkingar spila mun betur í kvöld en fyrir viku. „Klárlega. Við lögðum áherslu á að hafa stjórn á því sem við erum að gera í gegnum fjörutíu mínútur af körfubolta. Mér fannst við heilt yfir ná því. Við vorum töluvert betri og yfirvegaðri. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem sóknin var ekki nógu góð og við vorum ekki alveg nógu agaðir að fara inn í hlutina sem voru að virka. Við vorum staðir og fórum í einstaklingsframtak,“ sagði Rúnar. „Það eru hlutir sem við höfum fínan tíma til að laga og ég er brattur fyrir seinni hluta tímabilsins.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira