Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 12:25 Þær Þórdís Kolbrún, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna hafa áhuga á formennsku í Sjálfstæðisflokknum. vísir/samsett Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira