Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 10:31 Oleksandr Usyk hitti miklu fleiri höggum heldur en Tyson Fury og þar á meðal þessu. Getty/Richard Pelham Tyson Fury tapaði öðru sinni á árinu fyrir Úkraínumanninum Oleksandr Usyk þegar þeir mættust í hnefaleikabardaga í Riyadh í Sádi-Arabíu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira
Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Dagskráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Sjá meira