„Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 13:22 Kristrún Frostadóttir og Bjarni Benediktsson í Stjórnarráðinu. Vísir/Viktor Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum. „Hér hefur mér liðið vel,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa fengið góðan stuðning frá starfsfólki og var viss um að hún myndi fá hann einnig. „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér,“ sagði Bjarni. „Ég vona að þú náir góðum árangri fyrir land og þjóð.“ Kristrún þakkaði fyrir sig og þakkaði Bjarna fyrir góð störf hans undanfarin ár og í fyrrverandi ríkisstjórnum. Eftir afhendinguna sagði Kristrún tilfinninguna góða. Hún væri meðvituð um að mikið þyrfti að gera. „Fyrstu verkefnin verða að taka hring, heilsa upp á starfsfólk og fá tilfinningu fyrir teyminu sem ég er að fara að vinna með,“ sagði Kristrún. Hún sagði skipuleggja þyrfti fyrsta ríkisstjórnarfundinn og fara yfir verkaskiptingu út frá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Svo hrindum við mikilvægustu verkefnunum í gang í ráðuneytunum.“ Bjarni sagðist hafa verið nógu lengi í pólitík til að skilja gangverk stjórnmála. Hann hefði kallað til nýafstaðinna kosninga og það væri í hlutarins eðli að breytingar gætu átt sér stað. „Nú er komið að þessari stund. Nú hafa flokkar sem fara sameiginlega með meirihluta á þingi ákveðið að starfa saman og af því að leiðir að það verða hér valdaskipti í stjórnarráðinu. Jájá. Það eru talsverð tímamót fyrir mig. Ég hef verið í ólíkum ráðherraembættum frá 2013 en lít mjög stoltur um öxl,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist einnig ekkert hafa pælt í því hvort hann myndi halda nýársávarp eða ekki. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
„Hér hefur mér liðið vel,“ sagði Bjarni. Hann sagðist hafa fengið góðan stuðning frá starfsfólki og var viss um að hún myndi fá hann einnig. „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér,“ sagði Bjarni. „Ég vona að þú náir góðum árangri fyrir land og þjóð.“ Kristrún þakkaði fyrir sig og þakkaði Bjarna fyrir góð störf hans undanfarin ár og í fyrrverandi ríkisstjórnum. Eftir afhendinguna sagði Kristrún tilfinninguna góða. Hún væri meðvituð um að mikið þyrfti að gera. „Fyrstu verkefnin verða að taka hring, heilsa upp á starfsfólk og fá tilfinningu fyrir teyminu sem ég er að fara að vinna með,“ sagði Kristrún. Hún sagði skipuleggja þyrfti fyrsta ríkisstjórnarfundinn og fara yfir verkaskiptingu út frá stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Svo hrindum við mikilvægustu verkefnunum í gang í ráðuneytunum.“ Bjarni sagðist hafa verið nógu lengi í pólitík til að skilja gangverk stjórnmála. Hann hefði kallað til nýafstaðinna kosninga og það væri í hlutarins eðli að breytingar gætu átt sér stað. „Nú er komið að þessari stund. Nú hafa flokkar sem fara sameiginlega með meirihluta á þingi ákveðið að starfa saman og af því að leiðir að það verða hér valdaskipti í stjórnarráðinu. Jájá. Það eru talsverð tímamót fyrir mig. Ég hef verið í ólíkum ráðherraembættum frá 2013 en lít mjög stoltur um öxl,“ sagði Bjarni. Bjarni sagðist einnig ekkert hafa pælt í því hvort hann myndi halda nýársávarp eða ekki.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira