„Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. desember 2024 17:00 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/viktor Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu lyklana að ráðuneytum sínum afhenta í dag frá forverum sínum. Mikið var um blendnar tilfinningar og velfarnaðaróskir. Jólin komu snemma hjá Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra, Hanna Katrín finnur fyrir mikilli ábyrgð og Ásthildur Lóa ætlar að kenna börnum að lesa. Hanna Katrín tók við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni, sem var matvælaráðherra í fráfarandi starfsstjórn. Hún segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé góð. Hún finni fyrir mikilli ábyrgð. „Þetta er risaverkefni, hér liggja undir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem skipta miklu máli ekki bara sem efnahagslegar stoðir heldur líka menningarlegar stoðir í samfélaginu okkar,“ segir hún. Bjarni Benediktsson afhenti Hönnu Birnu Friðriksson lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður hét matvælaráðuneytið.Vísir/Viktor „Þannig að ég mun leggja mig alla fram. Mun verja fyrstu dögum, og vikum, ef til vill mánuðum í að setja mig vel inn í mál. Það er margt að gera og ég mun hlaupa hratt.“ Atvinnuvegaráðuneytið er nýtt ráðuneyti sem áður var matvælaráðuneyti, en undir það heyra málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, viðskipta, neytendamála og ferðamála. Jólin koma snemma hjá dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu, eða öllu heldur plastspjaldið sem notað er sem lykil. Svo gaf hún Þorbjörgu táknrænan lykil. Þorbjörg kvaðst mjög glöð að vera komin í ráðuneytið. „Þetta er sérstök tilfinning að koma hérna inn og kveðja ráðherra sem ég hef auðvitað unnið með á alþing og hérna þakkað henni auðvitað fyrir sín störf. En ég er voða glöð og ég er björt þennan dag og hlakka mikið til framhaldsins að fá að takast á við þá málaflokka sem hér eru,“ segir Þorbjörg. Hún segir að dómsmálaráðuneytið sé það ráðuneyti sem hún hefði helst óskað sér að setjast í, ef til þess kæmi að hún fengi til þess traust. Guðrún afhendir Þorbjörgu táknrænan lykil.Vísir/viktor „Þannig að jólin koma snemma hjá mér,“ segir hún. Í hennar huga er um að ræða ráðuneyti öryggis og réttlætis, og hún ætlar að verða málsvari þeirra gilda. „Þeir málaflokkar sem ég tel að sé brýnast að horfa til núna eru málaflokkar sem að snerta öryggisþáttinn. Við sjáum að það eru að verða breytingar á íslensku samfélagi. Alvarlegum afbrotum fer fjölgandi, morðum fer fjölgandi, skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa rætur hér í samfélaginu. Síðan myndi ég segja sem kona að það sem við erum að upplifa og sjá varðandi alvarlegt ofbeldi gagnvart konum séu þau verkefni sem þarf að horfa fast á og taka alvarlegum og föstum tökum.“ Tilfinningin yfirþyrmandi en hlý Ásthildur Lóa nýr mennta- og barnamálaráðherra segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé yfirþyrmandi, en hlý og góð. Ásmundur Einar Daðason afhenti lyklana að ráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.Vísir/viktor Fyrsta verk hjá henni verður að setjast niður með ráðuneytisstjóranum og fara yfir helstu mál. „En það sem stendur upp úr er að takast á við læsi barna og svo íslenskukennslu fyrir innflytjendur, bæði fullorðna og börn,“ segir hún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira
Hanna Katrín tók við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni, sem var matvælaráðherra í fráfarandi starfsstjórn. Hún segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé góð. Hún finni fyrir mikilli ábyrgð. „Þetta er risaverkefni, hér liggja undir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem skipta miklu máli ekki bara sem efnahagslegar stoðir heldur líka menningarlegar stoðir í samfélaginu okkar,“ segir hún. Bjarni Benediktsson afhenti Hönnu Birnu Friðriksson lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður hét matvælaráðuneytið.Vísir/Viktor „Þannig að ég mun leggja mig alla fram. Mun verja fyrstu dögum, og vikum, ef til vill mánuðum í að setja mig vel inn í mál. Það er margt að gera og ég mun hlaupa hratt.“ Atvinnuvegaráðuneytið er nýtt ráðuneyti sem áður var matvælaráðuneyti, en undir það heyra málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, viðskipta, neytendamála og ferðamála. Jólin koma snemma hjá dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu, eða öllu heldur plastspjaldið sem notað er sem lykil. Svo gaf hún Þorbjörgu táknrænan lykil. Þorbjörg kvaðst mjög glöð að vera komin í ráðuneytið. „Þetta er sérstök tilfinning að koma hérna inn og kveðja ráðherra sem ég hef auðvitað unnið með á alþing og hérna þakkað henni auðvitað fyrir sín störf. En ég er voða glöð og ég er björt þennan dag og hlakka mikið til framhaldsins að fá að takast á við þá málaflokka sem hér eru,“ segir Þorbjörg. Hún segir að dómsmálaráðuneytið sé það ráðuneyti sem hún hefði helst óskað sér að setjast í, ef til þess kæmi að hún fengi til þess traust. Guðrún afhendir Þorbjörgu táknrænan lykil.Vísir/viktor „Þannig að jólin koma snemma hjá mér,“ segir hún. Í hennar huga er um að ræða ráðuneyti öryggis og réttlætis, og hún ætlar að verða málsvari þeirra gilda. „Þeir málaflokkar sem ég tel að sé brýnast að horfa til núna eru málaflokkar sem að snerta öryggisþáttinn. Við sjáum að það eru að verða breytingar á íslensku samfélagi. Alvarlegum afbrotum fer fjölgandi, morðum fer fjölgandi, skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa rætur hér í samfélaginu. Síðan myndi ég segja sem kona að það sem við erum að upplifa og sjá varðandi alvarlegt ofbeldi gagnvart konum séu þau verkefni sem þarf að horfa fast á og taka alvarlegum og föstum tökum.“ Tilfinningin yfirþyrmandi en hlý Ásthildur Lóa nýr mennta- og barnamálaráðherra segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé yfirþyrmandi, en hlý og góð. Ásmundur Einar Daðason afhenti lyklana að ráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.Vísir/viktor Fyrsta verk hjá henni verður að setjast niður með ráðuneytisstjóranum og fara yfir helstu mál. „En það sem stendur upp úr er að takast á við læsi barna og svo íslenskukennslu fyrir innflytjendur, bæði fullorðna og börn,“ segir hún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Sjá meira