Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2024 09:32 Stuðningsmenn AfD hópuðust saman í gær og kölluðu öfgakennd slagorð um innflytjendur vegna árásarinnar í Madgeburg. Þýskur dómstóll hefur staðfest flokkinn sem mögulega hættuleg öfgasamtök. EPA Alternative für Deutschland, öfgahægriflokkurinn sem árásarmaðurinn sem drap fimm er hann ók sendibíl á gesti jólamarkaðar í Madgeburg studdi, stóð fyrir minningaviðburði í gær vegna voðaverkanna. Þar var gert ákall eftir brottvísunum og lokuðum landamærum, orðræða sem svipar til viðhorfa árásarmannsins. Í árlegu jólaávarpi sínu í dag sagði Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands að atburðirnir í Madgeburg síðustu daga hafi varpað dökkum skugga á hátíðahöld Þjóðverja í ár. Fimm létu lífið og yfir tvö hundruð meiddust þegar sendibíl var ekið inn á jólamarkað í borginni þann 20. desember. Hann biðlaði til fólks að standa saman í stað þess að tvístrast vegna öfgakenndra skoðana. Árásarmaðurinn, fimmtugur læknir frá Sádi-Arabíu, hefur verið ákærður fyrir verknaðinn en tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Þýski öfgahægriflokkurinn AfD stóð fyrir minningarviðburði vegna árásarinnar í gær. Í frétt BBC segir að Alice Weidel einn leiðtogi flokksins hafi kallað eftir breytingum „til þess að við getum loksins búið við öryggi á ný“ og viðstaddir svarað með því að kalla „brottvísum þeim“. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er ýmislegt ódæmigert við árásarmanninn. Aðrar árásir sem gerðar hafa verið á jólamarkaði í Þýskalandi hafa verið raktar til hryðjuverkasamtaka. Í umfjöllun BBC segir að árásarmaðurinn hafi gagnrýnt Islam og lýst yfir stuðningi við AfD og innflytjendastefnu hans á samfélagsmiðlum. AfD hefur ekki tjáð sig um samfélagsmiðlafærslur árásarmannsins tengdar flokknum. Þrátt fyrir neikvæða orðræðu hans gagnvart bæði innflytjendum og Íslam hefur Martin Reichardt leiðtogi flokksins í Saxlandi-Anhalt sagt á X að „árásin í Madgeburg sýni að verið er að draga Þýskaland í pólitískt og trúarlegt ofstæki sem á uppruna sinn í annan heim.“ Fylgi flokksins mælist hátt í skoðanakönnunum en þingkosningar fara fram í lok febrúar. Vegna árásarinnar og orðræðu flokksins vegna hennar gagnvart innflytjendum er ljóst að innflytjendamál verða í brennidepli í kosningabaráttunni. Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Þýskaland Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29 Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Í árlegu jólaávarpi sínu í dag sagði Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands að atburðirnir í Madgeburg síðustu daga hafi varpað dökkum skugga á hátíðahöld Þjóðverja í ár. Fimm létu lífið og yfir tvö hundruð meiddust þegar sendibíl var ekið inn á jólamarkað í borginni þann 20. desember. Hann biðlaði til fólks að standa saman í stað þess að tvístrast vegna öfgakenndra skoðana. Árásarmaðurinn, fimmtugur læknir frá Sádi-Arabíu, hefur verið ákærður fyrir verknaðinn en tilefni árásarinnar liggur enn ekki fyrir. Sjá einnig: Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Þýski öfgahægriflokkurinn AfD stóð fyrir minningarviðburði vegna árásarinnar í gær. Í frétt BBC segir að Alice Weidel einn leiðtogi flokksins hafi kallað eftir breytingum „til þess að við getum loksins búið við öryggi á ný“ og viðstaddir svarað með því að kalla „brottvísum þeim“. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum er ýmislegt ódæmigert við árásarmanninn. Aðrar árásir sem gerðar hafa verið á jólamarkaði í Þýskalandi hafa verið raktar til hryðjuverkasamtaka. Í umfjöllun BBC segir að árásarmaðurinn hafi gagnrýnt Islam og lýst yfir stuðningi við AfD og innflytjendastefnu hans á samfélagsmiðlum. AfD hefur ekki tjáð sig um samfélagsmiðlafærslur árásarmannsins tengdar flokknum. Þrátt fyrir neikvæða orðræðu hans gagnvart bæði innflytjendum og Íslam hefur Martin Reichardt leiðtogi flokksins í Saxlandi-Anhalt sagt á X að „árásin í Madgeburg sýni að verið er að draga Þýskaland í pólitískt og trúarlegt ofstæki sem á uppruna sinn í annan heim.“ Fylgi flokksins mælist hátt í skoðanakönnunum en þingkosningar fara fram í lok febrúar. Vegna árásarinnar og orðræðu flokksins vegna hennar gagnvart innflytjendum er ljóst að innflytjendamál verða í brennidepli í kosningabaráttunni.
Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Þýskaland Tengdar fréttir Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53 Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29 Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Staðfestir flokkun AfD sem öfgasamtaka Þýskur dómstóll staðfesti flokkun hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem mögulegra hættulegra öfgasamtaka. Niðurstaðan þýðir að lögregla hefur rétt til þess að fylgjast með flokknum með hlerunum og uppljóstrurum. 13. maí 2024 08:53
Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar. 21. desember 2024 21:29
Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55